Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1957, Síða 64

Eimreiðin - 01.04.1957, Síða 64
136 EIMREIÐIN af dvöl minni á írlandi en ef ég liefði ekki notið hans við, því að fyrir hans velvild og atbeina var dvöl mín þar undir- búin og skipulögð, svo sem ég gat bezt kosið, en það voru forstöðumenn upplýsingadeildar ríkisstjórnar Norður-írlands, ásamt forstöðumanni ferðaskrifstofu þess, er greiddu götu mína í hvívetna. 2. Nokkurra atriða til fróðleiks þeim lesendum mínum, sem ófróðir eru um Norður-írland, mun ég hér geta, en verð að sjálfsögðu að stikla á stóru. Er þess þá fyrst að geta, að þegar rætt er um Norður-írland nú á dögum, er ekki átt við allan norðurhluta landsins, því að vestasti hluti þess telst til írska lýðveldisins. Norður-írland ber og nafnið Ulster, sem nú nær yfir 6 héruð eða greifadæmi, en hefur stundum náð yfir fleiri, flest 9, stundum færri. Ulster-nafnið eða Norður-írland er nú notað yfir þann hluta írlands, sem er sérstakur hluti hins sameinaða brezka konungsríkis, en hefur sína eigin ríkis- stjórn og þing til meðferðar vissra mála. Hér er um að ræða svipuð sambandsríkistengsl við Bretland og kanadisku fylkj- anna við sambandsstjórnina í Ottawa. í þeim 3 héruðum, sem eitt sinn voru hluti Ulster, en nú eru innan marka írska lýð- veldisins, er meiri hluti íbúanna kaþólskrar trúar, eins og í lýðveldinu öllu, en í Ulster nútímans er yfirgnæfandi meiri- hluti íbúanna mótmælendatrúar. írland er þriðja stærsta eyland Evrópu og kemur því næst á eftir íslandi að stærð, en Ulster er sjötti hluti írlands og íbúatalan U/4 úr milljón. í Ulster hefur þjóðarstofninn bland- azt allmjög ensku og einkum skozku blóði og nokkuð frönsku, því að Húgenottar, sem voru mótmælendatrúar, flýðu all- margir til Norður-írlands á dögum Lúðvíks 14. Frakkakon- ungs. Suður-írski stofninn, einkum vestan til, er hins vegar nokkuð blandaður spönsku blóði. Norður-írland er meira iðnaðarland en Suður-írland, þar sem landbúnaður er höfuðatvinnuvegur. Norður-Irar eru meiri framfaramenn, hafa tileinkað sér betur nútíma tækni; stofninn er harðari, viðkvæmnin meiri og rólyndið sunnar, en hjörtun eru írsk, sem í brjóstunum slá, sunnan og norðan landamæranna, þótt oft hafi verið deilt og stundum barizt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.