Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1957, Page 84

Eimreiðin - 01.04.1957, Page 84
156 EIMREIÐIN þó að honum fatist jafnvel stund- um um orðaval, þar sem slíkum mistökum ætti ekki að þurfa að vera til að dreifa, eins og þá er orðfæri blaðamanns, ritdómara eða prentara er lagt í munn bílstjóra — þá glampar iðulega í sögunum á persónulega stílgáfu og hvergi frekar en einmitt í því í þessari bók, sem er samræmast bernsku- og æskuumhverfi höfundarins — og á ég þar við frásögnina eða öllu hcldur myndina í björtu veðri. Indriða er mikill vandi á hönd- um, þar sem er að finna — með hliðsjón af kunnáttu og listfengi þeirra erlendu liöfunda, sem liann dáir og finnur sig skyldan — per- sómulegt form þeim frumstæða þrótti, þeirri tilfinningaólgu og þeirri litríku myndauðgi, sem hann býr yfir. En sú eðlishreina náttúru- kennd, er lýsir sér í Blástör, sú djúpa innlifun í vandamál líðandi stundar, sem hann beitir í Sjötiu og níu af stöðinni, og sá djarfi vilji til sérstæðs forms, sem birtist i þessari nýju bók hans, heitir hon- um endanlegum sigri... En hvort mundi ekki gerð hans allri henta betur virkja- og veigameiri efni- viður úr skógum samtíðarinnar heldur en þær spækjur, sem hann hefur föndrað við að þessu sinni? Guðm. Gíslason Hagalin. Jón úr Vör: ÞORPIÐ. Önnur útgáfa. 1957. Þorp Jóns úr Vör vakti allmikla athygli á sínum tíma, en vann sér ekki vinsældir að sama skapi. Þar eru öll ljóðin órimuð, og órímuð- um ljóðum voru menn litt vanir í þann tíð. En Þorpið hefur átt að fagna vaxandi vinsældum. Menn hafa áttað sig betur og betur á formi þess, einfaldleik þess og hin- um áhrifaríka samruna hversdags- legs ytri veruleika, djúps tilfinn- ingalífs og leitandi og fegurðar- unnandi hugarfars. Úr hinni nýju útgáfu hafa verið felld ljóð og öðrum bætt við, og hefur ltókin unnið við þetta. Bæði er jrað, að heildin er fastari og fyllri, og svo er hitt, að öll nýju ljóðin eru meðal þess veigamesta, sem komið hefur frá hendi skálds- ins. Og við gerum okkur þess enn ljósari grein en áður, að Þorpið er sérstætt verk og merkilegt í íslenzk- um bókmenntum, órimuð Ijóð- heild, þar sem skáldinu hefur lán- azt sú tilraun að gera sér í per- sónulegu formi grein fyrir því um- hverfi, sem hann er vaxinn upp úr og áhrifum þess um mótun hans og viðhorf síðar á ævinni. í þess- um ljóðaflokki er mikið af mynd- rænni fegurð, en mestur áhrifa- valdur er ef til vill andstæðan milli hins ytra hrjúfa og kalda nöturleika og hins sérkennilega persónuleika skáldsins, sem er í rauninni jafnbarnslega viðkvæmur og varkár gagnvart veröldinni fyrst og seinast og gengur þó ekki á svig við að átta sig svo á hinum víðfeðma heimi, sem ytri skynjun og innri grunur veita lionum frek- ast skilyrði til. Þessi litla bók er ein af þeim tiltölulega fáu, sem heldur áfram að vera til og orka á huga lesand- ans að lestri loknum — eins og eitt- hvað, sem hann hefur sjálfur reynt og lagt rækt við. Guðm. Gislason Hagalín-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.