Eimreiðin - 01.01.1964, Qupperneq 20
8
EIMREIÐIN
sína. Hann var konungur 605—641. Náið samband við keltnesku
kirkjuna setti svip á stjórn lians. Aldfrith (Alfreð) konungur a
Norðymbralandi við lok 7. aldar, nam á írlandi. Egbert, einn at
feðrum engil-saxnesku kirkjunnar, lærði einnig á írlandi, hann
dvaldist í írska klaustrinu að Rathmelsigi eða Milford í Louth-
greifadæmi. Dunstan hinn Iielgi (909—988) erkibiskup af Kantara-
borg og siðbótafrömuður klaustralífsins, konungur að öllu nema
nafnbót, undir ríkisstjórn Edreds, nam hjá írskum munkum að
Glastonborg á Englandi. Dunstan var einn hámenntaðasti maður
á Englandi. Auk venjulegrar menntunar, sem krafizt var af aðals-
mönnum, var hann leikinn í málaralist, skrautritun, hljóðfæragerð,
bjöllumótun og tónsmíðum. Dagbjartur II., seinna konungur i
Austurríki, stundaði árum saman nám að Slane í írlandi til undir-
búnings konungsstjórn sinni. Geirþrúður, abbadís að Nivelles i
Belgíu á 8. öld, er sagt, að hafi sent eftir bókum til írlands og að
hún hafi haft írska dýrlinga, Faillon og Ultan, fyrir ráðgjafa-
Alcuin, Englendingur, nafnfrægur á sínum tíma fyrir lærdóm, vai
trúnaðarmaður, kennari og ráðgjafi Karlamagnúsar. Hann var toi-
stöðumaður hirðskóla, sem Karlamagnús stofnaði í Aachen. Hanu
nam undir stjórn Colgu á írlandi og einnig hjá Egbert erkibiskupi
á Englandi.
Ýmsir írskir lærdómsmenn voru frægir fyrir þekkingu og bók-
menntaafrek. Cummian, ábóti og biskup, leiðrétti villur í páska-
tímatalinu af þekkingu, sem var undrunarverð á 7. öld. Dicuil, sem
reit beztu almenna landafræði á 7. öld, nam í Clonmacnois. Fargab
ábótinn í Aghaboe, kenndi, að jörðin væri hnöttótt mörgum öldum
á undan Kópernikusi (1473—1543), hinum pólsk-þýzka manni.
Fyrsta alda innflutnings frá Noregi í Vesturveg.
Norðmenn hófu innrás í England og írland 795. Hafið, sem
verið hafði vörn írlands öldum sarnan, varð nú þjóðleið innrasaf-
manna. Öruggt virðist, að Forn-Norðmenn hafi lagt undir sig
skozku eyjarnar fyrir þann tíma. Smám saman hernámu þeir sva;ði
á ströndum frlands, er í fyrstu voru aðeins viðkomu- og markaðs
staðir, sem urðu síðar afgirt svæði. Smám saman risu borgir upp
á þeim svæðum, fyrstu borgir á írlandi. Ósjaldan ráku írar Norð
menn af höndum sér. En þeir koniu jafnóðum aftur og reistu sei
virki í hafnarborgunum. Fyrsti staðurinn, sem Norðmenn hernámu