Eimreiðin - 01.01.1964, Síða 35
EIMREIÐIN
23
Herferðin gegn lungnakrabba verður ekki rekin, svo að vel sé,
ef eingöngu er hafður í frammi áróður gegn reykingum. Fræðsla á
því sviði er þó sjálfsögð og nauðsynleg, en hver og einn verður að
gera það upp við sig, hvort hann getur neitað sér urn þessa nautn
eða lagt niður þennan óvana. Efalaust verða einhverjir sem hætta
að reykja, en ætli þeir verði ekki fleiri, sem halda því áfram?
Hitt skulum við hafa hugfast, að jafnvel þótt allir íslendingar
hættu nú reykingum, þá munu samt hundruð sjúklinga fá þennan
sjukdóm á næstu árum eða áratug og geta verið með hann á byrj-
unarstigi nú. Flestir þeirra hafa þegar reykt í áratugi, en margir
alls ekki reykt. Æskilegt væri að eitthvað væri gert til að reyna að
linna þessa sjúklinga á meðan sjúkdómurinn er ennþá á byrjunar-
stigi og þar með mun auðveldari viðureignar.
Krabbameinsfélögin eiga heiður skilið fyrir sín framlög, og þau
iæra stöðugt út kvíarnar, en heilbrigðisyfirvöldin mega ekki láta
sitt eftir liggja. Tryggja verður nægjanlegt sjúkrarými fyrir þessa
sjúklinga, sv,o að allir sem hafa einkenni, sem vekja grun um
þennan sjúkdóm, komist tafarlaust inn á sjúkrahús í fullkomna
fannsókn og aðgerð, ef ástæða er til.
Ymsir eru á móti því, að rætt sé eða ritað fyrir almenning um
hrabbamein, þar sem það kunni að valda ójrarfa hræðslu og áhyggj-
unr. Eg er á annarri skoðun. Ég tel sjálfsagt að fræða almenning
sent bezt um einkenni og gang sjúkdómsins. Það getur stuðlað að
því, að sjúkdómurinn verði greindur miklu fyrr. Þá er unnt að
lækna mun fleiri en ella, og þá er betur farið en heima setið.