Eimreiðin - 01.01.1964, Side 40
28
EIMREIÐIN
ekki tilætlun Lúters, því hann áleii
með Thomasi Aguinas að allar
stéttir væru jafnréttháar fyrir guði,
ef þær ræktu sína köllun vel, — sem
bræður og systur.
Eftir uppreistina komu á gang
myndir, sem lýstu bændunum eins
og örgustu ræflum. Og upp á þá
var heimfærð dæmisagan um börn
Evu. Kain var misindismaður og
af honum voru bændaræflarnir
komnir. — Ef þessi dæmisaga er sú
in sama og kemur fyrir í íslenzkum
þjóðsögum um börn Evu til að
skýra uppruna huldufólksins, ]) þá
má segja að íslendingar hafi með-
tekið evangelíið en afneitað þess
kraíti.
Aftur á móti grunar mig, að hin-
ar ófögru lýsingar Stefáns Ólafsson-
ar á skattbændum og vinnukindum
kunni að eiga rætur sínar að rekja
til hins þýzk-danska hugmynda-
heims um bændurna — eftir bænda-
uppreisnina á Þýzkalandi. Sú upp-
reist stælti hug sumra bænda í Nor-
egi, svo að hugsunarháttur bænd-
ann náði jafnvel þangað, sem
bændur voru lítt kúgaðir í sarnan-
burði við bræður sína í Þýzkalandi.
Óhugsandi er, að hugsunarháttur
og sjónarmið aðals og borga hafi
ekki verið sterk í Danmörku á 16.
hluta 17. aldar.1 2)
1) Erlendis alþekkt, sjá Nord. Kultur
IX 169, BP III 308, og Nord. Kultur
IX 123.
2) Stefán var í Danmörku frá hausti
1643 til vors 1648.
En jafnvel fyrir bændauppreisn-
ina 1525 voru bændur í bókmennt-
unum ófrægðir annaðhvort af
aðlinum eða og það l'remur af
borgarbúum, sem litu niður á
bændaræflana, lýstu þeim á grótesk-
an hátt og þó með nokkrum hætti
af aðdáun á frjálsræði því í siðuni
og háttum, er bændurnir gátu leyft
sér — borgarbúar öfunduðu þá af
því að þurfa ekki að hafa á sér
yfirskin kurteisinnar.
Á íslandi náði kúgun aðalsins
aldrei til bænda, nerna ef vera
kynni að þeir fengi forsmekk nokk-
urn af henni, er í námunda bjuggu
við Bessastaðavaldið. Gætti jsess
stundum á 16. öld, en síður á dög-
um Stefáns Ólafssonar.
Það er Jress vegna vont að sja,
hvert tilefni Stefán hafi haft til
Jjess að skopast að bændum og búa-
liði, nema hann hal'i að einhverju
leyti orðið snortinn af þessum hugs-
unarhætti í Danmörku.
En samt. — Þegar litið er í kvæði
Stefáns sést að hann hefur verið
farinn að lýsa fólki á burleskan
hátt — og Jseir bræðurnir, Eiríkur
og hann — áður heldur en að Stef-
án fór i Skálholtsskóla (1636) og
löngu áður en hann fór til Hafnar.
Ef Jaessi burleski andi er af útlend-
um toga spunninn, verður hann
því að hafa komið og orðið land-
lægur áður en Stefán fór utan,
kannski á laun? og í skáldskap sr.
Ólafs Einarssonar. Ólafur var sjálf-
ur 4 ár í Danmörku (1594—98) og