Eimreiðin - 01.01.1964, Page 44
32
EIMREIÐIN
ar. Galdrar komu í stað hinna guðdómlegu töfra. Æðislegir og
ólýsanlega viðbjóðslegir siðir voru teknir upp og spillingin ríkti í
öllu sínu veldi, því engin stofnun getur verið betri en einstakl-
ingarnir, sem mynda hana. Hinir fáu trúverðugu reyndu þá í
örvæntingu að bjarga hinum leyndu kenningum frá gleymsku og
glötun. Stundum heppnaðist það, en oftar glötuðust leyndarmálin
með öllu og skel launhelganna ein varð eftir, auð og tóm.
Thomas Taylor hefur skrifað „manninum eru trúarbrögðin eðlis-
læg.“ Frá fyrstu ljósglætu meðvitundar hefur maðurinn tignað og
tilbeðið hluti, sem tákn hins ósýnilega, alls staðar nálæga og ólýs-
anlega, sem hann gat tæpast gert sér nokkra grein fyrir. Hinar
heiðnu launhelgar voru andsnúnar kristnum mönnum fyrstu aldir
kirkjunnar, þar eð heiðnir menn liéldu því fram, að hin nýja tru
(kristnin) krefðist ekki dyggðar og einlægni sem skilyrðis til frels-
unar eða endurlausnar. En það var í rauninni ekki hin sanna trú
hinnar fornu kristni, sem gagnrýnd var, heldur hin fölsku forrn,
sem höfðu slæðzt inn í trúarbrögðin. Hugsjónir hinnar fyrstu
kristni voru einmitt byggðar á hinum háleitu siðferðiskröfuin lieiðnu
launhelganna, og má í því sambandi benda á það, að hinir fyrstu
kristnu menn í Róm notuðu neðanjarðar-musteri Miþrasar fyrir
samkomustaði, en frá þeim trúarbrögðum eru margir helgisiðir
kirkjunnar nú á tímurn fengnir að láni.
Hinir fornu heimspekingar voru þeirrar skoðunar, að engiuu
maður gæti lifað skynsamlegu lífi, án þess að hafa grundvallar-
þekkingu á náttúrunni og lögmálnm hennar. Aður en maðuriuu
getur hlýtt, verður hann að skilja, og það er hlutverk launhelg'-
anna að leiðbeina manninum um það, hvernig hið guðlega löguiál
verkaði á jarðsviðinu. Fáir hinna fornu trúarflokka tilbáðu í raun-
inni guði í mannsmynd, þótt helgitákn þeirra gætu virzt benda
til þess. Kenningar þeirra voru fremur siðferðilegs en trúarlegs
eðlis, fremur heimspekilegs en guðfræðilegs eðlis. Þeir kenndu
manninum að beita hæfileikum sínum af meiri skynsemi, að vera
þolinmóður í andstreymi, að horfast með hugrekki í augu við
hættu, að sýna staðfestu í freistingum, og umfram allt, að líta á
virðulegt líferni sem hina þóknanlegustu fórn, sem hægt væri að
færa guði.
Sóldýrkun gegndi mikilvægu hlutverki í næstum öllum hinum
fornu launhelgum. Þetta bendir á líkur til þess, að þær séu af
atlantiskum uppruna, því þjóðin, sem byggði Atlantis, dýrkaðx