Eimreiðin - 01.01.1964, Síða 52
40
EIMREIÐIN
tók nefnda Svanhildi með litlu forlagi upp á fasta dvöl þetta ár til
þess að reyna, hvort það væri ekki mögulegt, að hún kynni að geta
í vist haldizt án þess að verða hreppnum til stórra þyngsla fraxu-
vegis. — Tilraun þessi hefur þó ekki gefizt betur en svo, að mértéð
Svanhildur hefur rétt nýlega bitið, rifið og hártogað húsmóður sína,
konu nefnds bónda, og þar að auki, eftir hans undirréttingu, vísað
sig sem fyrri þrjóska og óviljuga til þess að gjöra það, sem henni
hefur sagt verið að vinna.
Þetta svo vaxið finnum við okkur því orsakaða að tilkynna yðar
veleðlaheitum í þeirri von, að þér munduð láta yður þóknast að
ákvarða Svanhildi þessari tilbærilegt straff fyrir þvílíka hennar svo
ótilbærilega uppfærslu, ef ske mætti, að það eftirleiðis kynni að
geta þénað henni til lagfæringar og öftrunar.
í Eskii jarðarkaupstað staddir
þann 21. ágúst 1818.
B(jörn) Vigfússon Jón Höskuldsson
prestur til Eiðasóknar. hreppstjóri í Eiðaþinghá.
Leirköggullinn
Eftir Edvin Curran.
Ég tók leirköggulinn upp í lófa minn.----------
„Það kann að verða maður úr þér ennþá,“ rnælti ég,
„láttu þig dreyma.
Ertu ekki glaður, titrarðu ekki af eftirvæntingu?“
Leirköggullinn leit alvarlega á mig.
— Eg þyrði að sverja að hann varp öndinni feginslega,
]rað heyrðist engin eftirvænting eða ílöngun.
„Ég liefi verið maður,“ mælti leirköggullinn.
Asláknr Sveinsson þýddi.