Eimreiðin - 01.01.1964, Qupperneq 59
EIMREIÐTN
47
l*r á sig hárauðan lit. Það er eins
°g landið sé blóði drifið. Það
hljóta að vaxa bragðmiklar þrúgur
ur slíkum jarðvegi. Vínið úr þeim
'lrekkum við í kvöld.
Þorp verða mörg á vegi okkar,
Hest bygð utan í hæðurn og hól-
Unb húsin hlaðin úr grjóti og bera
sama lit og jörðin umhverfis þau.
Folk situr á húsatröppum og rabb-
ar saman. Það er að vísu fátæklegt
úl fara, og fullorðna fólkið er
margt geysilega skorpið og hrukk-
ott af hitunum, en það er ekki
°hreinlegt og það er sviphýrt og
góðlegt. Maður er kominn í undar-
legt land og til góðs fólks, það er
hið eina, sem maður hefur sann-
lærzt um á þéssari stuttu ferð.
HÖFU0BORG SPÁNAR.
£g held, að mér hafi ekki fund-
lzt jafn tilkomumikið og gaman
a® aka inn í nokkra borg eins og
Madrid.
Aðdragandinn er strax skemmti-
legur. Um 80 km fyrir utan borg-
ina liggur þröngt skarð á milli
tindóttra fjallseggja. Þar liggur
Vegurinn í mestri hæð á leið okk-
ar, nær 1450 metrum, þarna eru
shíðalönd Madridbúa á vetrum og
þarna bárust bræður á banaspjót
iyrir hálfum fjórða áratug, því að
yfirráð yfir skarðinu eru veigamik-
111 þáttur um úrslitavöldin á Spáni.
Þegar niður úr skarðinu kemur,
hreytir landið stórlega um svip frá
því sem áður var. Það verður
grænna, hlýlegra, frjósamara, bygg-
mgar ríkmannlegri og hér og hvar
sést einstöku dráttarvél á ökrum,
jtær fyrstu, sem við höfum séð á
Spáni.
Svo kemur borgin sjálf. Út-
hverfin eru í byggingu, það eru
fjölbýlishús og verkamannabústað-
ir, nýbyggingar í skemmtilegum og
lífrænum tízkustíl, ólík hvert öðru
en þó eitthvert samræmi á milli
þeirra, sem maður hlýtur að dást
að. Hvílíkur reginmunur á þess-
um húsum og nýbyggingum stór-
borganna í Austur-Þýzkalandi, sem
ég hafði skoðað nokkrum vikum
áður. Og ekki dró það úr stemn-
ingunni að á miðri götunniístærstu
borg Spánar var stór fjárhjörð og
bíllinn okkar varð að bíða drykk-
langa stund unz smalinn hafði þok-
að henni burt af akbrautinni. Ég
hélt i fyrstu, að þetta væri fjár-
rekstur á leið til slátrunar, eins og
maður kynntist í gamla daga í
henni Reykjavík, en komst samt
brátt að raun um að svo var ekki.
Flvar sem leið okkar lá um út-
hverfi Madridborgar, og þar sem
einhver grastó var, stóðu srnalar
yfir hjörðum sínum. Var þetta
næsta undarleg andstæða við ný-
byggð stórhýsin í bakgrunninum.
Skýringu á þessu fyrirbæri er að
finna í örri útþenslu borgarinnar
og miklum byggingaframkvæmd-
um síðustu árin. Þessi hús rísa af
grunni gamalla landbúnaðar-
byggða, þar sem áður stóðu bænda-
býli, fjós og fjárhús. Bændurnir
hopa ekki af velli fyrr en hver
grastó er annaðhvort komin undir
hús eða malbikaða götu. Hér er
sama fyrirbærið að ske og Reyk-