Eimreiðin - 01.01.1964, Side 71
EIMREIÐIN
59
trénu, þangað til rökkrið færi að
síga yfir lantlið, og reyna að komast
að einhverri niðurstöðu um fram-
tíðarfyrirætlanir sínar. Vitneskjan
um það, að faðir hennar myndi
deyja innan skamrns, virtist hvort
tveggja í senn trúleg og ótrúleg,
en hún gat ekki hugsað sér hann
sem liðið lík. Þegar hún hugsaði
um dauðann í sambandi við föður
stnn, sá hún ekki fyrir sér kaldan
líflausan líkama, sem grafinn yrði
t jörð. í þess stað fannst henni að
íaðir sinn myndi ekki deyja, held-
ur fara eitthvað burt, í ferðalag.
f3að hafði móðir hennar gert fyrir
löngu síðan. Henni var einhver
undarleg, óræð fróun að þessari
hugsun. „Jæja,“ sagði hún við sjálfa
S1g, „einhverntíma kemur að því,
að einnig ég legg af stað, burt héð-
;,n, eitthvað út í heiminn". Nokkr-
um sinnum hafði Mary farið með
föður sínum til Chicago og dvalið
þar daglangt, og hugsunin um, að
ef til vill færi hún þangað áður en
fangt liði og settist þar að, vakti
hjá henni tilhlökkun. Fyrir hugar-
sjónum hennar svifu löng stræti,
full af ókunnugu fólki, svo þús-
undum skipti. Að ganga eftir slík-
l|m götum og lifa lífi sínu meðal
framandi fólks myndi vera eins
°g að koma utan af skrælþurri
eyðimörk inn í svalt skóglendi, þar
sem skógarbotninn var þakinn
mjúku, fersku grasi.
Yfir líii hennar í Huntersburg
hafði alltaf verið þungbúið ský og
nú þegar hún var að verða full-
þroska kona, var þetta innilokaða,
þunga andrúmsloft, sem hún liafði
alltaf andað að sér, sífellt að verða
meira og meira kæfandi. Það var
að vísu satt, að aldrei hafði bein-
línis komið til neinna reiknings-
skila varðandi stöðu hennar í sam-
félaginu, en hún fann að einhvers
konar andúð gegn henni lá í loft-
inu. Þegar hún var aðeins ung-
barn liafði eitthvert hneyksli kom-
ið fyrir varðandi foreldra hennar.
Það hafði valdið miklu uppnámi i
Huntersburg og þegar hún var
barn hafði fólk stundum horft á
hana hæðnislegum meðaumkvun-
araugum: „Veslings barnið! Þetta
er meira ólánið,“ sagði það. Einu
sinni, eitt þokudimmt sumarkvöld,
þegar faðir hennar liafði ekið út í
sveit og hún sat alein í rökkrinu
við gluggann í skrifstofu hans,
heyrði hún karlmann og kven-
mann, sem gengu eftir götunni,
nefna nafn sitt. Þau fálmuðu sig
áfram í myrkrinu eftir gangstétt-
inni undir glugganum: „Það er
mjög lagleg stúlka, þessi dóttir
læknisins,“ sagði maðurinn. „Hún
er nú að verða fullorðin og er far-
in að draga að sér athygli karl-
manna. Þér er bezt að gæta augna
jnnna. Hún reynist áreiðanlega illa.
Dóttir líkist oftast móður sinni.“
I tíu eða fimmtán mínútur sat
Mary á steininum við tréð í aldin-
garðinum og hugsaði um fram-
komu bæjarbúa við hana sjálfa og
föður hennar. „Það hefði átt að
tengja okkur saman,“ sagði hún
við sjálfa sig, og fór að hugsa um
hvort nálægð dauðans myndi fá því
áorkað, sem jætta dökka ský, er ár-
um saman hafði varpað skugga yfir