Eimreiðin - 01.01.1964, Page 76
64
ÉIMREIÐIN
þannig, hvíldu hendurnar á hnjám
hans og hann einblíndi á þær, nið-
ursokkinn eins og barn. Honum
fannst þær hlytu að tilheyra ein-
hverjum öðrum. Hann varð heim-
spekilega sinnaður. „Það er dálítið
skrýtið þetta með líkama minn.
Nú hef ég lifað í honum öll þessi
ár og þó hefur hann verið mér til
svo lítils gagns. Nú á hann að
fara að deyja og visna, svo að segja
ónotaður. Hvers vegna skyldi liann
ekki hafa hlotið einlivem annan
íbúanda." Hann brosti dapurlega
að ímyndunum sínum, en hélt þó
áfram sem áður. „Jæja, ég hef svo
sem hugsað nógu mikið um fólk
og ég hef haft þessar varir og þessa
tungu til afnota, en ég hef ekki
talað. Þegar Ellen mín var hjá mér,
lét ég hana álíta mig kaldlyndan
og tillinningalausan, þrátt fyrir það
þó eitthvað innra með mér stritaði
og streyttist við að fá útrás.“
Hann minntist þess, hversu oft
hann, sem ungur maður, hafði set-
ið þegjandi við hlið konu sinnar í
þessari sömu skrifstofu og hversu
hann hafði verkjað í hendurnar af
löngun til að rétta þær yfir bilið,
sem aðskildi þau, og snerta hendur
hennar, andlit hennar, hár hennar.
O jæja, allir íbúar bæjarins
höfðu spáð því, að hjónaband hans
myndi fara illa. Konan hans hafði
verið leikkona og ferðast með litl-
um leikflokki, sem dagaði uppi hér
í Huntersburg. Unga stúlkan hafði
veikzt og átti enga peninga til að
greiða fyrir herbergið sitt á hótel-
inu. Ungi læknirinn hafði þá kom-
ið henni til hjálpar og á meðan
hún var að ná sér eftir veikindin,
hafði hann boðið henni með sér í
ökuferðir út í sveitirnar umhverf-
is; í litla eineykisvagninum sínum-
Hún hafði átt við erfið kjör að
búa fram til þessa, og tilhugsunin
um rólegt og þægilegt líf í þessum
litla bæ, hafði fallið henni vel í geð-
En eftir að þau voru gift og
barnið fætt, kom að því, fyrr en
varði, að hún treysti sér ekki til að
halda áfram að búa með þessum
þögula, kaldlynda manni. Það
hafði komizt á kreik saga um það,
að hún hefði hlaupizt á brott með
ungum spjátrungi, syni veitinga-
hússeiganda, sem hafði horfið burt
úr bænum um sama leyti. En sag-
an var tilhæfulaus. Lester Cochran
hafði sjálfur farið með henni til
Chicago, og þar réði hún sig til
starfa hjá leikflokki, sem var í þann
veginn að leggja af stað til fjar'
lægra vestur-héraða. Síðan liafði
hann fylgt henni að dyrum hótels,
sem hún ætlaði að búa á, þar til
lagt yrði af stað. Þegjandi hafði
hann lagt peninga í lófa liennai
og án þess að kyssa hana svo mikið
sem einn kveðjukoss, hafði hann
snúið sér frá henni og gengið
burtu.
Læknirinn sat í skrifstofu sinni
og lifði upp aftur í huganum þenn-
an atburð og ýmis önnur atvik ®vi
sinnar, sem höfðu snortið hann
djúpt, þótt hann á yfirborðinu
hefði virzt ósnortinn og rólegui-
Hann velti því fyrir sér, hvoit
konan hans hefði skilið það-
Hversu oft liafði hann ekki spm1
sjálfan sig þessarar spurningar. Eft'