Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1964, Side 80

Eimreiðin - 01.01.1964, Side 80
68 EIMREIÐIN þar inn í eldhús og borðuðu kald- an mat við eldhússborðið. Af ein- hverri ástæðu hafði faðir hennar virst svo drengjalegur, næstum ung- æðislegur í fasi þetta kvöld. Þó Mary væri ekki eldri, var hún þá þegar orðin hávaxin og vöxturinn kvenlegur. Eftir að hafa borðað þennan kalda málsverð í eldhús- inu, hafði hann gengið með henni kringum liúsið og hún hafði svo setzt á mjótt handrið við útidyrnar. Faðir hennar stóð um stund fyrir framan hana. Hann stakk hönd- unum í buxnavasana, hnykkti upp höfðinu og skellihló, næstum hjart- anlega. „Það er undarlegt að hugsa til þess, að þú verður bráðum full- þroska kona, ha? Hvaða stefnu heldurðu að líf jritt muni taka? Hvað heldurðu að þú eigir í vænd- um?“ Læknirinn settist á handriðið við hlið barnsins síns, og eitt andartak hélt hún, að hann væri í þann veg- inn að leggja handlegginn utan um sig.. . Þá stökk hann allt í einu á fætur, gekk inn í liúsið og skildi hana eftir eina í myrkrinu. Þegar hún minntist þessa atburð- ar frá æsku sinni, minntist hún þess jafnframt, að hún hafði mætt þessari tilraun föður síns til að nálgast hana, með þögn. Henni fannst nú, að það væri sér að kenna, ekki föður sínum, hvernig sambúð þeirra hafði verið. Verka- maðurinn, sem hún hafði hitt á brúnni, liafði ekki reynt föður hennar að kaldlyndi. . . Það var vegna þess að hann hafði sjálfur verið hlýlegur og vingjarnlegur við manninn, sem annaðist hann og hjálpaði honum í veikindum hans og bágindum. Faðir hennar hafði sagt við verkamanninn, að hann kynni að vera börnum sínum góð- ur faðir og Mary minntist hlýleik- ans í röddum drengjanna tveggja, sem voru að veiða í ánni, þegar þeir kölluðu til hennar um leið og hún hvarf þeim út í myrkrið. „Fað- ir þeirra hefur kunnað að vera góður faðir, vegna þess að börnin hans kunnu að vera einlæg og ást- úðleg börn,“ hugsaði hún sakbitin. Hún ætlaði líka að vera einlæg og ástúðleg. Áður en kvöldið væri á enda, ætlaði hún að láta þann ásetning verða að veruleika. Þetta sama löngu liðna kvöld, hafði fað- ir hennar, þegar þau óku heimleið- is, gert aðra misheppnaða tilraun til að brjóta niður þann ósýnilega múr, sem hafði hlaðizt upp nn'lh þeirra. Það hafði rignt svo mikið að allar ár og lækir, sem þau þurftu að fara yfir, voru í miklum vexti- Þegar þau nálguðust Huntersburg og voru stödd á trébrú yfir eina ána, hafði faðir hennar stöðvað hestinn. Hesturinn rykkti í taum- ana og vildi ólmur halda áfram, en faðir hennar hélt fast í við hann og talaði róandi til hans. Undn brúnni byltistog drundi kolmórauð áin, og akrarnir meðfram vegm- um voru á kafi í vatni. f sama bih kom tunglið, sem óð í skýjum, frain undan stóru skýjaþykkni og lýstI upp vatnsflötinn og hún sá hvern- ig vindurinn gáraði hann. A öHu þessu vatnsflóði léku hverfuln, dansandi ljósglampar. „Ég ætla að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.