Eimreiðin - 01.01.1964, Síða 85
FESTINA LENTE
Eftir Knut Hamsun.
Frá fólki víðs vegar í Evrópu
°g einnig frá fólki hér og þar í
Ameríku hef ég hin síðari ár
fengið beiðni um að skrifa mergj-
uð orð, kjarnyrt snilliyrði, sem
fólk þetta geti lifað á framvegis.
Og í hvert skipti, sem ég hef
fengið slíka hvatningu, hef ég
hlotið að hugsa: Því miður hefur
þetta fólk komizt á snoðir um,
að ég er vitur maður. Ekki er til
ueins að leyna {dví lengur að svo
er, fólkið hefur fundið mig!
Mér er ljóst, að ég er einn
hinna mörgu manna, er borizt
hafa þess konar hvatningar. Svip-
aðar áskoranir fengu heimsfræð-
arar, svo sem Emanuel Kant,
Wolfgang Goethe, Charles Dar-
'vin og Leo Tolstoy, og þegar
stórir spámenn finnast ekki leng-
ur meðal okkar, leitar fólk til
smærri spámannanna, — þeir
voru ekki svo fáir, þeir voru 12
alls!
En að fólk skuli einnig leita
hl mín, mín, sem botna ekki í
hfinu, en verð dag hvern að
sPyrjast fyrir sjálfur hjá hafi,
vindi og stjörnum.
Ýmsir menn hafa einnig á okk-
ar dögum verið slyngir og fundið
ótal bólusetningarmeðul. Henri
Bergson innleiddi hugsæisstefn-
una, Albert Einstein hefur sett
fram afstæðiskenninguna, ég er
hins vegar gjörsnauður, hef ekk-
ert, sem ég geng að vísu, veit ekk-
ert, hef ekki einu sinni próf frá
neinum skóla. Ég reika hér um,
er bóndi á jörð minni, er inno-
cent abroad. Fyrr á öldum hafði
fólk kjörorð Ágústusar: Festina
lente.
En það, að leitað hefur verið
á mínar náðir um þetta, sýnir
greinilega ringulreið og ráðþrot
því nær hvarvetna í heiminum.
Það er fálm á öllum, enginn að
kalla hefur frið í sínum beinum.
Guð er gleymdur, komið hefur í
ljós, að dollarinn er getulaus að
bæta hann upp, vélvæðingin lin-
ar enga sálarkvöl. Öll sund eru
lokuð. Og þegar svo er komið,
herðir Ameríka aðeins hraðann.
Ameríka er ekki á því að láta
tálmanir hindra sína fleygiferð,
áfram vill hún, hún vill ryðja
sér braut. Skyldi Ameríka snúa
við? Því fer fjarri. Hún eykur
aðeins hraðann hundraðfalt, kem-
ur af stað eins konar hnattar-
hvirfilbyl og þeytir lífinu áfram,