Eimreiðin - 01.01.1964, Page 87
EIMREIÐIN
75
ið 1860 á stiklum yfir Niagara-
foss á þöndum streng.
Það virðist mótsögn í þessu:
persónuleg hætta, framtak, metn-
'iður og hugaræsing er við slíkar
voganir, en hins vegar sýnir það
ekki sálarjafnvægi hjá okkur, er
við föllum í stafi yfir svo þoku-
kenndri skynsemi, enda þótt
slampist á að hún endi með af-
reki. Við sýnum ef til vill menn-
*ngu, en siðmenning er það frá-
leitt. Þannig er það. Við mennt-
omst, en ofmenntumst jafnframt,
In'ðum sálartjón. Þegar hnefa-
leikar fara fram, komum við upp
nm okkur,, án þess að skammast
okkar fyrir, með sjúkum ofsa-
kenndum fögnuði yfir hnefaleik-
aranum, sem gert getur andstæð-
mgnum meira tjón.
Þegar hinn djarfi — mér ligg-
nr við að segja hinn fífldjarfi —
11 ugmaður Charles Lindbergh
hvarf heim úr Atlantshafsflugi
s>nu, skrifaði bandarískt blað að
hjósa ætti hann Bandaríkjafor-
seta fyrir vikið. Hinn ungi mað-
nr var kominn af gömlum, ágæt-
nm ættum, hann andæfði sjálfur
~~ og hafnaði — heimskulegum
tilboðum í þá átt, liann er alþýð-
legur, kann á vél sína, nafn hans
var á allra vörum, en að sigla svo
háan vind að gerast forseti vold-
ngustu þjóðar heims.. .? Þegar
sh'kar hugmyndir geta komið
fram og þeim er teflt fram kinn-
voðalaust — er það siðmenning?
Bandarískur rithöfundur, bú-
settur í New York, skrifaði ný-
lega grein í danska stórblaðið
Politiken um konungsheimsókn
í okkar gömlu, norsku borg
Þrándheim. Hann skopaðist að,
að Þrændur skyldu geta verið
önnum kafnir við svo lítilsverð-
an atburð sem heimsókn kóngs,
og að vissu leyti gat hann haft á
réttu að standa. Ég man að vísu
í Bandaríkjunum mun meiri æs-
ingu við forsetaheimsókn í
smærri borg en Þrándheim, borg,
sem átti ekki þúsund ára sögu
eins og hann. En þetta skiptir
litlu, ég fjölyrði ekki um það.
Hins vegar skopaðist rithöfund-
urinn einnig að hintun óreisu-
lega konungsgarði í Þrándheimi
og að húsum borgarinnar yfirleitt
— rannsóknarefni, sem rithöf-
undurinn hafði ekki forsendur
til að ræða. í Þrándheimi stend-
ur undursamleg dómkirkja í
gotneskum stíl, stærsta dóm-
kirkja á Norðurlöndum, tigið
hús, í Bandaríkjunum er ekkert
jafntigið hús og mun aldrei reist
verða. Og konungsgarður? Hann
er enginn skýjakljúfur, en eigi
að síður stór höll, stærstu höfð-
ingjahýbýli úr timbri á Norður-
löndum. Þegar af þeirri ástæðu
er konungsgarður þess virði að
veita honum athygli, hann er
reistur úr trjátegundum, sem eru
jafnendingargóðar og tígulsteinn.
Bandaríski rithöfundurinn er