Eimreiðin - 01.01.1964, Síða 90
78
EIMREIÐIN
sem er aðeins bjargálna vestan
hafs, er slíkt hvorki meira né
minna en þjóðareinkenni.
í augum okkar Evrópumanna
er því einkennilegt að blind,
óviturleg harka korni fram í viss-
um ríkisráðstöfunum Banda-
ríkjamanna: Ég á við hina gífur-
legu tollmúra gegn Evrópu og
hina miskunnarlausu innheimtu
á stríðsskaðabótum eftir fyrri
heimsstyrjöld. Sem leikmaður,
sem óbreyttur maður hugsa ég á
J^essa leið: Það er gott og blessað
að Bandaríkin græða rnest sem
stendur á tollapólitík sinni, en
fyrir síðari tíma, fyrir öll ókomin
ár, fyrir alla óborna ættliði?
Bandaríkin geta ekki fremur en
nokkurt annað land á hnettinum
staðið alein. Bandaríkin eru ekki
heimur. Bandaríkin eru hluti af
heiminum og verða að skipta
sköpum með öllum öðrum hlut-
um heims.
III.
Ég vil hætta á að láta frá mér
fara nokkra leikmannsþanka um
andlegt líf Vestmanna. Hyldýpi
er staðfest milli andlegs lífs
þeirra í dag og þess sem var, er
ég dvaldist þar um 1880. And-
legt líf Vestmanna hefur alltaf
verið stórbrotið, það hefur magn-
azt við hinn góða fjárhag og hið
auðuga gáfnasvið þjóðarinnar,
en á okkar dögum hefur jjað
risið á bylgjutopp, sem er stór-
þjóð samboðinn — í ýmsum vís-
indagreinum eru Bandaríkin nú
viðurkennd forystujrjóð. Af rík-
um ástæðum get ég ekki haít
aðra skoðun um þetta en þá, sem
ég hef fengið við lestur bóka, um
Jjað hef ég aðeins almenna, evr-
ópska skoðun. Fögrum listum
hefur fleygt fram, myndsmíðin
er auðug og andrík, bókmennt-
irnar standa með miklúm blóma,
nánar til tekið er skáldsagnalist-
in unga í Bandaríkjunum hm
ferskasta og frumlegasta í heinn,
endurnýjun og fyrirmynd fynr
Evrópu. A. Schopenhauer hefur
haft nokkur áhrif þar og einnig'
F. W. Nietzsche, en miklir, sjálf
stæðir lmgsuðir hafa látið til sín
taka í bókmenntunum aðrir en
skáldin, ég nefni aðeins til dæm-
is hugsanaskörunginn William
James.
Þá mætti minnast á hin yndis-
legu börn og bandarískar konur,
fegurstu kvengerð heims. Þegai'
ég var ungur maður sá ég þ°
nokkurn hluta af heiminum, ég
hef borið niður bæði í löndum
hvítra manna og þeldökkra, en
aldrei hef ég litið tillíka kvenfeg-
urð og í stórborgum Bandaríkj-
anna austanverðra. Yfirbragð,
líkami, hendur og fætur, fram-
koma, göfgi, ástafar — í þessu
öllu varðveiti ég minningar uffl
fegurðaropinberun. Og Jjó er jn'1
eigi að neita, að ég hafði ekkert
veður af lífi hástéttanna, þar eo