Eimreiðin - 01.01.1964, Page 100
88
EIMREIÐIN
í fyrsta skipti sem æðsti maður
hliðstæðrar stofnunar tekur upp
þykkjuna fyrir hauskúpurnar í
þeim fræga harmleik.
Á eftir ,,Hamlet“ kom svo finnsk-
ur sjónleikur, ,,Læðurnar“. Hafi
sýning hans verið einn liðurinn í
samnorrænni samvinnu, þá hefur
það verið hryggjarliður, sem lítið
var af að kroppa, og gerðu leikend-
ur, sem allt voru konur, þó heiðar-
lega tilraun til að bjarga því, sem
ekki varð bjargað, og þá einkum
Helga Valtýsdóttir, sem er þegar
orðin ein traustasta og atkvæða-
mesta leikkona Þjóðleikhússins.
Barnaleikritið „Mjallhvít" er
bráðskemmtilegt, og einnig þar
kemur Helga mest við sögu, sem
vonda stjúpan, að Bryndísi Schram
undanskilinni, sem leikur Mjall-
hvít af yndisþokka og lipurð.
☆
Og þá er það Leiklélag Reykja-
víkur, sem enn sýnir „Hart i bak“
eftir Jökul Jakobsson fyrir fullu
liúsi, og er það algert einsdæmi í
íslenzkri leiklistarsögu.
„Fangarnir í Altona“ eftir Sartre
er heldur leiðinlegt snilldarverk —
franskur þjóðernishroki og Þjóð-
verjahatur og sartrisk heimspeki í
einum hrærigraut, en það rná Sartre
eiga. að hann er snjall matreiðslu-
maður samkvæmt franskri erfð —
kann að skapa sterkt og áhrifamik-
ið bragð með allskonar krycldi, sem
þó verkar misjafnlega á þá, sem
ekki hafa vanizt franskri matar-
gerðarlist. En hvað sem h\er segir,
þá bar Gísli Halldórsson þennan
rétt á borð af stakri nærfærni og
nákvæmni, og leikur Helga Skúla-
sonar var minnisstætt afrek, þeim
er sáu.
„Sunnudagur í New York var
eins gerólíkur föngunum og Frakk-
land og Bandaríkin eru sitt hvað —
kátbroslegur gamanleikur, sem ger-
ir ekki kröfur til að vera neitt ann-
að, en er það engu að síður undir
niðri. Þar vinnur ung leikkona,
Guðrún Ásmundsclóttir í rauninni
sinn fyrsta stóra sigur, og sýnir —
eins og hún hafði raunar áður
fyllilega gefið í skyn — að hún á
eftir meira, en hún hefur þegar
unnið.
Loks ber að geta sýningar þeirr-
ar á harmleiknum Romeo og Juliu,
sem L. R. efndi til vegna Shake-
speare-afmælisins — óvenjulega lit-
rík og tilkomumikil sýning þrátt
fyrir þær þröngu skorður, sem Iðnó
gamla setti henni. — Gætti þar
mjög lnigkvæmni og reynslu írska
leikstjórans MacAnna, sem áður er
getið, og hefur hann unnið þarna
gott verk. Kristín Anna Þórarins-
dóttir lék fúlíu á þann hátt, að
ekki mundu aðrar leikkonur hér-
lenclar hafa betur gert, að þeim
öllum ólöstuðum. Á önnur hlut-
verk verður ekki minnst, en þaU
voru yfirleitt vel túlkuð, en leik-
ritið er með þeim mannflestu, seffl
hér hafa sést á sviði.
☆
Að þessu sinni verður ekkert sagt
um hvað er framundan. Það er eins
með leiklistina og veðurfarið, bezt