Eimreiðin - 01.01.1966, Side 18
6
EIMREIÐIN
arnir Alexander Jóhannesson og Einar Arnórsson rituðu einnig
um málið. En þyngst á metunum var grein Sigurðar Nordals i
„Nyt nordisk Tidsskri£t“ í Stokkhólmi árið 1946. Hér talaði heims-
kunnur vísindamaður og grein hans var mjög rædd í blöðum Norð-
urlanda.
Hið danska svar birtist sama ár í „Berlingske Tidende“, 24. marz
1946. Það var skrifað a£ dr. phil. Lis Jacobsen. En síðar skipti hún
um skoðun og vann af alefli með kröfum íslendinga. En þessi fyrsta
ritgerð hennar um málið hafði stórmikla þýðingu. Hún fullyrti,
að ísland hvorki ætti lagalegan né siðferðilegan rétt á að fá hand-
ritin, þar sem Danir hefðu bjargað þeim frá eyðileggingu, og aettu
þau með fullum rétti samkvæmt erfðaskrá.
En sama ár kom út bók Bjarna M. Gíslasonar, „ísland og sam-
bandsmálið“, en í henni er deilt á sjónarmið dr. Lis Jacobsen. Bók-
in vakti talsverða athygli. Vegna hennar ritaði Arne Sörensen, fyrr-
verandi ráðherra, grein í „Morgenbladet“, sem þá kom út í Kaup-
mannahöfn, þar sem hann hélt því fram að senda bæri handritm
til íslands með herskipi. Enda þótt greinin fjallaði um bók Bjarna,
byggðust sjónarmið hans á ólgu þeirri, sem íslandsmálin koxnu a
stað meðal almennings. Fyrirlestrastarf Bjarna hafði þegar borið
ávöxt, og nú tóku lýðháskólarnir að láta sig málið skipta. Árið
1947 gekkst C. P. O. Christiansen fyrir því, að lýðháskólamenn
skrifuðu þingi og stjórn bréf með áskorun um að skila handritun-
um. Áskorunin vakti mikla athygli og hafði viðtæk áhrif.
En meðan þessu fór fram, unnu danskar og íslenzkar nefndir að
lausn málsins í kyrrþey. 17. maí 1945 tilkynnti íslenzka sendi-
nefndin danska menntamálaráðuneytinu, að ísland æskti þess að
handritunum yrði skilað, og eftir samninga í Reykjavík árið 1946
skipuðu Danir nefnd í málið. Nefndin gaf út álit 1951 og gerði
grein fyrir hinum dönsku sjónarmiðum.
Litlu áður en álit nefndarinnar var gert kunnugt, höfðu verið
fjörugar umræður í dönskum blöðurn um málið. Enda þótt ýmsiv
hefðu gert sér vonir um að kyrrð yrði um það meðan handrita-
nefndin sæti að störfum, var það svo, að vissir andstæðingar máls-
ins reyndu að hafa áhrif á nefndina með blaðaskrifum, að því er
virtist. Bréf lýðháskólamannanna hafði og stutt að því að vissu
leyti. Úr því að vinir íslands ræddu um málið, gátu andstæðing-
arnir einnig gert það. Mesta athygli vöktu tvær greinar í „PoU-
tiken“ eftir Johannes Bröndsted prófessor. Hann var á sama máli