Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1966, Side 24

Eimreiðin - 01.01.1966, Side 24
12 EIMREIÐlN kom fram, sendi liann frá sér nýja bók, „Danmark—Island — histor- isk mellemværende og hándskriftsagen“. Án efa hefur tilgangurinn með bókinni verið að nota rétta augnablikið til að ýta á eftir mál- inu í þágu íslands. Bókin lá á borðum þingmanna mánuði áður en málið kom til umræðu. Áður en frumvarpið yrði samþykkt, var að sjáifsögðu óhjákvæmi- legt að láta sérfræðinga fara yfir það, svo að unnt væri að fá yfirht yfir, hvaða handrit kæmu til greina til afhendingar, og listi sá, er þá var saminn, varð aðaltilefni andstöðunnar gegn afhendingu vet- urinn 1964. Það er því nauðsynlegt að ræða listann nánar. Þá er afhendingm kom á dagskrá árið 1961, var að sjálfsögðu nauðsynlegt að sérfraeð- ingar rannsökuðu, hvaða handrit gætu talizt íslenzk handrit í safm Árna Magnússonar. Til þessa voru þeir próf. Peter Skautrup og ríkisbókavörður Palle Birkelund valdir af Dana hálfu og frá Is- landi prófessorarnir Sigurður Nordal og Einar Ólafur Sveinsson, en Jón Helgason prófessor aðstoðaði við ýmis vafaatriði. í desember 1964 birtist hinn svonefndi „gjafalisti“ í „Berlingske Aftenavis". Birtingin var skoðuð sem uppljóstrun af leyndarmakki. Stjórnin var sökuð um að vilja senda handritin til íslands í blóra við dönsk vísindi og án þess að fá samþykki þeirra. Aðalmennirnir í þessum árásum voru prófessorarnir Bröndum-Nielsen í Kaup- mannahöfn og Chr. Westergárd-Nielsen í Árósum. Skömmu áður hafði prófessor Bröndum-Nielsen sent frá sér bækling, „Fakta om de islandske hándskrifter", sem hafði þann tilgang að fá al- menning til að halda, að ísland ætti langtum fleiri handrit en Danmörk, nefnilega 12000 á móti 8500, sem Danir áttu. Og nú ætluðu menn ofan á allt annað, eftir leynifund í íslenzka sendi- ráðinu 1961, að afhenda hinn litla skerf Dana í blóra við vísindin og án vitneskju vísindamannanna. Þannig var tónninn í meirihluta dönsku blaðanna, og baráttan fyrir að reyna að bregðast gefnu loforði til íslendinga 1961, var háð með slíkri hörku, að margir, sem áður höfðu verið afhendingu fylgjandi, snerust nú gegn málstað íslands og kröfðust þess að handritin yrðu kyrr. Andstæðingar íslendinga voru hvarvetna á ferðinni. Þeir gáfu út bækur og efndu til fundahalda um allt landið, þar sem þeir sýndu skuggamyndir af handritunum — eða sýndu þau sjálf. Og fyrirlestrar voru fluttir gegn afhandingu. En stjórnin sýndi aðdá-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.