Eimreiðin - 01.01.1966, Qupperneq 28
16
E/MREXÐtN
þær „væru ósanngjarnt boð til annarra um að setja fram kröfur ,
þar sem enginn efaðist um að Danir hefðu fullt frelsi til að gefa
hverjum sem er gjafir, án þess að það skyldaði þá til að gefa til
liægri og vinstri.
Nú varð það æ ljósara, að margir meðal vísindamannanna voru
teknir að óttast þjóðarviljann, sem neitaði að viðurkenna röksexndu
andstæðinganna í handritamálinu. Viggo Starcke ráðherra varð
fyrstur til að túlka sjónarmið andstæðinganna innan vébanda lýð'
háskólamanna. í mörgum greinum í „Höjskolebladet“ réðist hann
gegn Bjarna M. Gíslasyni og bókum hans, þar sem hann fullyvt1’
að Bjarni hefði dregið lýðháskólamenn á tálar. Jörgen Bukdahl
svaraði því til, að allt þetta væri meiningarlaus mælgi á meðair
engum hefði tekizt að hrekja röksemdir Bjarna á málefnalegmn
grundvelli. Dr. phil. Holger Kjær, kennari við lýðháskólann 1
Askov, skrifaði nokkrar greinar af þessu tilefni, og sagði, að Bjarni
hefði engan tælt, því að lýðháskólamennii'nir hefðu haft sömu
skoðun á málinu löngu áður en Bjarni kom til sögunnar, en aftut
á móti ekki verið þess umkomnir að skýra þær af svo nákvæmn
þekkingu á íslandi og nú. Westergái'd-Nielsen blandaði sér í deil-
urnar enn á ný og gagnrýndi Bjarna. Hann hafði skrifað neðan-
málsgi'ein í „Jyllands-Posten“ og gagnrýnt mjög hina áðurnefndu
„Askov-bók“ frá 1957, en er Bukdahl svaraði honum og taldi gagm
rýni hans út í loftið „meðan handritabók Bjai'na fi'á 1955 hefðx
ekki verið hrakin með skjallegum rökum“, varð prófessorinn
snúa sér að bók Bjarna.
Þann 8. janúar 1958 birtir próf. Westergárd-Nielsen neðanxnáls-
grein í „Jyllands-Posten“, þar sem hann freistar að gera svo lí£1^
úr bók Bjarna, að hún verði einskis virði. En athugull lesandi mun
þó fljótt finna, að upptalning pxófessorsins á þýðingarlausum snxa-
atriðum og prentvillum, veikir engan veginn aðalsjónarmið rits-
ins. Enda er augljóst, að prófessorinn á í erfiðleikum með bókma,
því að hann neyðist að lokum til að viðurkenna, að hún grund-
vallist á svo miklum lestri, að „það er eins og hún sé árangur af
ævilöngu starfi við þetta efni“. Og nú gizkar hann á, að Sigurðut
Nordal prófessor muni hafa skrifað bók Bjaina. En með því eyðx-
lagði hann grundvöll allrar gagnrýninnar, því að öllum xnátti vera
ljóst, að ef bókin væri rituð af slíkum vísindamanni á þessu sviði,
hlutu röksemdir hennar að vera óyggjandi. Skömmu síðar mótmælt1
Sigui'ður Noi'dal getgátu þessari í „Höjskolebladet" (tekið ef£n