Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1966, Page 37

Eimreiðin - 01.01.1966, Page 37
EkSISTENTIALISMINN EÐA TILVISTARSTEFNAN 25 Hann hefur á engan að treysta nema sjálfan sig. Hann á ekkert niark að keppa að, nema það sem hann getur sjálfur upp hugsað. Það er enginn Guð til, öll siðferðileg verðmæti eiga rætur að rekja öl mannsins sjálfs. Lífið er tilgangslaust og keppir ekki að neinu ^ðra. Óneitanlega dapurleg lífsskoðun. En hún er flutt af fullkominni hreinskilni og án minnsta yfirlætis. Hann hefur kjark til að viður- henna hver sé raunverulegur fylgifiskur guðsleysis. Það er bölsýni, sem nálgast örvilnun. Ýmsir, sem eru sama sinnis, reyna stundum að dylja vonleysi sitt, leggja gjarnan á flótta undan tómleikanum, láta berast út í hringiðu fánýtra skemmtana eða nautna, hefja kapphlaup um auð °g völd, taka upp dýrkun einhvers konar skurðgoða og fullnægja þar með trúarþrá sinni. Annað sem eksistentíalistar. leggja áherzlu á, er að hver einstakl- ingur sé gæddur frjálsum vilja til að velja sinn eigin veg. Við hlasa á hverju augnabliki ótal möguleikar, það sem gildir ei að Velja þá réttu. Enginn er fyrirfram ákveðinn til eins eða neins, það er fyrst tíminn, sem er að líða, er sker úr um, hver niðurstað- an verður. Það sem gildir er að velja rétt, það hefur hina miklu úrslitaþýðingu. En þetta valfrelsi, þetta óskoraða frjálsræði hlýtur að skapa ótta hjá hverjum manni og ábyrgðartilfinningu, þar sem vitað ei að niðurstaðan hefur ekki eingöngu afleiðingar fyrir mann sjállan, heldur fyrir aðra menn og það jafnvel fyrir heilar þjóðir. Eins og drepið hefur verið á, berjast eksistentíalistar gegn flokka- ntyndunum um fastmótaðar kennisetningar, hvort sem er í trú, heimspeki, stjórnfræði eða list. Allt telja þeir þetta hefta fielsi hvers til að hugsa, taka mikilsverðar ákvarðanir og leita sannleik- ans eftir eigin leiðum. Þeir hvetja miskunnarlaust til nýs mats allra gamalla verðmæta. Þessa gætir sérstaklega víðs vegar í skáldskap þeirra, að yfir viður- hennd lífsviðhorf er varpað nýju óvæntu ljósi, margþvæld, útslitin orð og orðatiltæki sýnd í nekt sinni og innihaldsleysi. í leikriti Arabells, Morgunverður á víðavangi, er brugðið upp niynd, sem sýna á meðal annars blekkingarnar, sem fjöldinn ei einatt haldinn af. Sviðið er skotgröf í fremstu víglínu. Þar hniprar sig hermaður, fullur ótta. Allt í einu koma foreldrar hans fram. Þau eru að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.