Eimreiðin - 01.01.1966, Síða 39
EKSISTENTIAL1SM1NN EÐA TILVISTARSTEFNAN
27
Paul Tillich, einn af kunnustu guðfræðingum eksistentíalista,
hefur sagt:
Jafnvel sannleikurinn er ekki sannur, hversu vel sem hann er
stLlddur rökum biblíu eða samrýmist sjónarmiðum orthodoxíu, ef
hann eignast ekki hljómgrunn í mannlegri sál eða snertir ekki
' andamál hvers eins.
Hér er djarft að orði komist. Og sé þetta sjónarmið rétt, þá eru
hh þau fræðikerfi, sem skipt hafa mönnum í hatramma andstæð-
‘nga, rokin út í veður og vind. Þráteflið milli gamallrar og nyrrar
guðfræði heyra þá fortíðinni til.
Hvað um áhrif þessarar stefnu hér?
Guðfræðingar hljóta að lesa með athygli rit ýmsra höfuðleiðtoga
eksistentíalista, ekki sízt Bultmanns og Tillichs, en beinna áhrifa
^rá þeim efast ég um að enn gæti.
En hvað um listina?
Ear mætti kannske helzt finna eitthvað, sem benti til tengsla.
Jörgen Bukdahl telur í einni síðustu bók sinni, Spejling og
‘'ealitet, að nútíma málara- og myndhöggvaralist, ljóðagerð og tón-
hst verði aðeins skilin út frá þeirri byltingu í hugsun, sem eksist-
eutíalisminn hefur valið. Þar sé ónotalega stuggað við mönnum,
rótgrónum hugmyndum varpað fyrir borð. Gömul form látin lönd
°g leið og hugsun tjáð á óvæntan, athyglisverðan hátt, án þess að
skeytt sé um nokkrar venjulegar reglur.
Sé þetta rétt, mætti þá ef til vill einnig vænta einhvers sambands
""IH stefnu þessarar og formbyltingamanna hér a landi.