Eimreiðin - 01.01.1966, Page 46
34
EIMRElÐlH
að við gerum í blíðu og stríðu. Ásólfur kann öll fræði. Far þú og
finn hann, Auður.“
„Eigi veit ég það svo gerla,“ sagði Auður. „Hef ég varla hug til
þess. Þetta er heilagur maður.“
„Engi vá er að tala við hann,“ mælti Kjalvör. „Ásólfur er góðui
maður og grandvar og mun þér einhvers fróðleiks auðið verða ef þu
nærð tali af honum.“
„Eigi þori ég það,“ sagði Auður og yppti öxlum.
„Þá skal ég fara með þér,“ mælti Kjalvör, „og kynna þig Ásólfi-
„Með þínu umstilli, Kjalvör, mætti þetta vel takast, en eigi get ég
þegið að þú takist þessa löngu ferð á hendur mín vegna. Þú ert
orðin þreytt og slitin kona, nokkrum áratugum eldri en ég, góða,
og hefur í rnörgu mæðst um dagana. Suður á Nes er löng leið, og
fellurn nú niður tal þetta.“
„Eigi er ég enn gömul mjög,“ sagði Kjalvör brosandi og hristi
hærurnar. „Og eigi fer ég þetta eingöngu þín vegna, Auður, þó að
það eitt væri ærið erindi og gott. Er mér eigi síður þörf á því en þer
að finna Ásólf frænda minn hinn fróða og fræðast af honurn, rifja
upp mín gömlu fræði, fá fréttir af nýjum páfa og heyra nýjar heil-
agra manna sögur. Suður á Akrnaes á ég alla tíð erindi næg að finna
frændur mína hina kristnu, sem alla tíð hafa vel haldið sína einu
sönnu réttu trú. Og nú vildi ég gjarna taka þátt í fögnuði þeirra
vegna kristnitökunnar á Alþingi í sumar. Enn fremur á ég ríkt er-
indi suður vegna fiskikaupa til búsins. Vel rná og vera að fleiri hafi
garnan af að ferðast en þú.“
Auður hló og mælti:
„Auðfundið er að þér leikur mjög í mun að fara ferð þessa, og skal
ég eigi letja þig lengur."
Næsta dag lögðu þessar ágætu vinkonur upp í ferðalagið og fo1
með þeim einn hlaupandi sveinn. Sjálfar höfðu þær allgóða hesta
að sitja á. Segir eigi af ferð þeirra fyrr en þær voru komnar suðui
fyrir Leirársveit og höfðu farið fyrir neðan garð á Fellsöxl og voru
komnar alllangt frá þeim bæ. Þá heyrðu þær útburðarvæl í hohi-
Eigi var Jrað óalgengur atburður að slíkt heyrðist á víðavangi Jae§ar
útburður ungbarna tíðkaðist á sumum stöðum, oft vegna fátæktai'
eða annarra stórra meina. Var athæfi þetta þó alla tíð illa Jrokkað.
Auður stökk af baki.