Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1966, Page 46

Eimreiðin - 01.01.1966, Page 46
34 EIMRElÐlH að við gerum í blíðu og stríðu. Ásólfur kann öll fræði. Far þú og finn hann, Auður.“ „Eigi veit ég það svo gerla,“ sagði Auður. „Hef ég varla hug til þess. Þetta er heilagur maður.“ „Engi vá er að tala við hann,“ mælti Kjalvör. „Ásólfur er góðui maður og grandvar og mun þér einhvers fróðleiks auðið verða ef þu nærð tali af honum.“ „Eigi þori ég það,“ sagði Auður og yppti öxlum. „Þá skal ég fara með þér,“ mælti Kjalvör, „og kynna þig Ásólfi- „Með þínu umstilli, Kjalvör, mætti þetta vel takast, en eigi get ég þegið að þú takist þessa löngu ferð á hendur mín vegna. Þú ert orðin þreytt og slitin kona, nokkrum áratugum eldri en ég, góða, og hefur í rnörgu mæðst um dagana. Suður á Nes er löng leið, og fellurn nú niður tal þetta.“ „Eigi er ég enn gömul mjög,“ sagði Kjalvör brosandi og hristi hærurnar. „Og eigi fer ég þetta eingöngu þín vegna, Auður, þó að það eitt væri ærið erindi og gott. Er mér eigi síður þörf á því en þer að finna Ásólf frænda minn hinn fróða og fræðast af honurn, rifja upp mín gömlu fræði, fá fréttir af nýjum páfa og heyra nýjar heil- agra manna sögur. Suður á Akrnaes á ég alla tíð erindi næg að finna frændur mína hina kristnu, sem alla tíð hafa vel haldið sína einu sönnu réttu trú. Og nú vildi ég gjarna taka þátt í fögnuði þeirra vegna kristnitökunnar á Alþingi í sumar. Enn fremur á ég ríkt er- indi suður vegna fiskikaupa til búsins. Vel rná og vera að fleiri hafi garnan af að ferðast en þú.“ Auður hló og mælti: „Auðfundið er að þér leikur mjög í mun að fara ferð þessa, og skal ég eigi letja þig lengur." Næsta dag lögðu þessar ágætu vinkonur upp í ferðalagið og fo1 með þeim einn hlaupandi sveinn. Sjálfar höfðu þær allgóða hesta að sitja á. Segir eigi af ferð þeirra fyrr en þær voru komnar suðui fyrir Leirársveit og höfðu farið fyrir neðan garð á Fellsöxl og voru komnar alllangt frá þeim bæ. Þá heyrðu þær útburðarvæl í hohi- Eigi var Jrað óalgengur atburður að slíkt heyrðist á víðavangi Jae§ar útburður ungbarna tíðkaðist á sumum stöðum, oft vegna fátæktai' eða annarra stórra meina. Var athæfi þetta þó alla tíð illa Jrokkað. Auður stökk af baki.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.