Eimreiðin - 01.01.1966, Page 54
42
eimreið ijv
náð fram að ganga. Ég hef kynnt
mér öll þan frumvörp, sem flutt
liafa verið síðustu 20 árin, og enn
fremur ýmsar álitsgerðir og tillög-
ur, sem komið hafa fram utan
þings, einkum frá listamönnunum
sjálfum og samtökum þeirra. Ég
hef við samning þess frumvarps,
sem ég hef leyft mér að leggja fyr-
ir háttvirt Alþingi um þessi mál,
notfært mér margt, sem ég taldi
gott og gagnlegt úr hinum eldri
frumvörpum og tillögum, þ. á m.
ýmis atriði úr frumvarpi Karls
Kristjánssonar, sem var hér á dag-
skrá næst á undan.
Ekki get ég þó sagt, að ég hafi
lagt neitt liinna eldri frumvarpa
til grundvallar þessu, heldur er það
frábrugðið þeirn öllum í ýmsum
veigamiklum atriðum. M. a. hefur
mér þótt ástæða til að leggja ríka
áherzlu á það, að æskilegt sé og
raunar sjálfsagt, að skipulagður
verði af opinberri hálfu stuðning-
ur við listsköpun í landinu í ýmsu
öðru formi en með beinni úthlut-
un launa eða styrkja til ákveðins
fjölda listamanna.
Ég er þeirrar skoðunar, að ný
og bætt skipan þessara mála sé ekki
einungis æskileg frá sjónarmiði
listamanna sjálfra, heldur ekki
síður frá sjónarmiði þjóðarinnar í
heild, þeirra, sem njóta eiga verka
listamannanna. Hér þarf að vísu
að auka það fé, sem veitt er til
stuðnings íslenzku listalífi, en ég
er sannfærður um, að því aðeins
kemur slík aukning listafjár að
verulegum notum, að breytt sé til
bóta um reglur og starfshætti við
skiptingu fjárins. Deiling þess til
um eða yfir 120 einstaklinga allt
niður í 15 þús. kr. styrki, held ég
að sé næsta óheppileg. Og jafnvel,
þótt heildarfjárveitingin verði auk-
in verulega, tel ég að fækka eigi
til muna þeim, sem njóta árlegra
listalauna. En það á að muna uffl
stuðninginn, þegar hann er veitt-
ur, þótt föst árleg listamannalaun
geti naumast komið til álita nema
til handa takmörkuðum hópi. En
takist að setja fastar reglur uffl
fjölþættari og raunhæfari stuðn-
ing við starfandi listamenn en nu
á sér stað, hygg ég, að auðveldara
verði að fá Alþingi til þess að
styrkja listir og listamenn með
auknum fjárframlögum.
Mér er kunnugt um, að núver-
andi menntamálaráðherra hefnr
hug á því að koma á nýrri skipan
þessara mála. Hann hefur áður,
bæði sem þingmaður og síðar sem
ráðherra, flutt frumvarp um lista-
mannalaun, og nú ekki alls fynr
löngu lýsti hann yfir því, að hann
hefði hug á að undirbúa löggjöí
um þetta efni.
Frumvarp mitt er ekki flutt
vegna þess, að ég sé í neinu kapP'
hlaupi við hæstvirtan ráðherra ne
heldur við hæstvirtan 1. þingmann
Norðurlands eystra eða neinn ann-
an um lausn þessa máls. Mér dett-
ur ekki í hug að halda því fram,
að frumvarp mitt sé hin eina hugs-
anlega lausn þess. En ég vildi
leggja þetta frumvarp frarn sem
eins konar umræðugrundvöll, sem
framlag af minni hálfu til þeirra
umræðna, sem nú og á næstunm
fara væntanlega fram um þessi
mikilsverðu efni. Ég hef lengi °S