Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1966, Page 54

Eimreiðin - 01.01.1966, Page 54
42 eimreið ijv náð fram að ganga. Ég hef kynnt mér öll þan frumvörp, sem flutt liafa verið síðustu 20 árin, og enn fremur ýmsar álitsgerðir og tillög- ur, sem komið hafa fram utan þings, einkum frá listamönnunum sjálfum og samtökum þeirra. Ég hef við samning þess frumvarps, sem ég hef leyft mér að leggja fyr- ir háttvirt Alþingi um þessi mál, notfært mér margt, sem ég taldi gott og gagnlegt úr hinum eldri frumvörpum og tillögum, þ. á m. ýmis atriði úr frumvarpi Karls Kristjánssonar, sem var hér á dag- skrá næst á undan. Ekki get ég þó sagt, að ég hafi lagt neitt liinna eldri frumvarpa til grundvallar þessu, heldur er það frábrugðið þeirn öllum í ýmsum veigamiklum atriðum. M. a. hefur mér þótt ástæða til að leggja ríka áherzlu á það, að æskilegt sé og raunar sjálfsagt, að skipulagður verði af opinberri hálfu stuðning- ur við listsköpun í landinu í ýmsu öðru formi en með beinni úthlut- un launa eða styrkja til ákveðins fjölda listamanna. Ég er þeirrar skoðunar, að ný og bætt skipan þessara mála sé ekki einungis æskileg frá sjónarmiði listamanna sjálfra, heldur ekki síður frá sjónarmiði þjóðarinnar í heild, þeirra, sem njóta eiga verka listamannanna. Hér þarf að vísu að auka það fé, sem veitt er til stuðnings íslenzku listalífi, en ég er sannfærður um, að því aðeins kemur slík aukning listafjár að verulegum notum, að breytt sé til bóta um reglur og starfshætti við skiptingu fjárins. Deiling þess til um eða yfir 120 einstaklinga allt niður í 15 þús. kr. styrki, held ég að sé næsta óheppileg. Og jafnvel, þótt heildarfjárveitingin verði auk- in verulega, tel ég að fækka eigi til muna þeim, sem njóta árlegra listalauna. En það á að muna uffl stuðninginn, þegar hann er veitt- ur, þótt föst árleg listamannalaun geti naumast komið til álita nema til handa takmörkuðum hópi. En takist að setja fastar reglur uffl fjölþættari og raunhæfari stuðn- ing við starfandi listamenn en nu á sér stað, hygg ég, að auðveldara verði að fá Alþingi til þess að styrkja listir og listamenn með auknum fjárframlögum. Mér er kunnugt um, að núver- andi menntamálaráðherra hefnr hug á því að koma á nýrri skipan þessara mála. Hann hefur áður, bæði sem þingmaður og síðar sem ráðherra, flutt frumvarp um lista- mannalaun, og nú ekki alls fynr löngu lýsti hann yfir því, að hann hefði hug á að undirbúa löggjöí um þetta efni. Frumvarp mitt er ekki flutt vegna þess, að ég sé í neinu kapP' hlaupi við hæstvirtan ráðherra ne heldur við hæstvirtan 1. þingmann Norðurlands eystra eða neinn ann- an um lausn þessa máls. Mér dett- ur ekki í hug að halda því fram, að frumvarp mitt sé hin eina hugs- anlega lausn þess. En ég vildi leggja þetta frumvarp frarn sem eins konar umræðugrundvöll, sem framlag af minni hálfu til þeirra umræðna, sem nú og á næstunm fara væntanlega fram um þessi mikilsverðu efni. Ég hef lengi °S
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.