Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1966, Page 62

Eimreiðin - 01.01.1966, Page 62
50 EIMREIÐlN við bræðurnir saman nefjum og gjörðum nokkurt gys að þessu hátterni komumanns. Okkur hafði verið innrætt það, að mikil ósvinna væri að biðja um meira, þar sem maður væri gestur. Enn meiri goðgá væri þó, að ganga urn fáklæddur á öðrum bæjum. En einstök góðvild dúllarans og list hans eyddi þó fljótlega þess- ari gagnrýni okkar í hans garð. Rétt eftir helgina hófst svo slátturinn heima. Byrjað var á engjum allfjarri bænum, því að túnið þótti eigi nægilega sprott- ið. Að heyskapnum gengu faðir minn, vinnukonan og móðir mín frá miðdegisverði og fram yfir miðaftan. Hlutverk dúllarans varð þá það, að vera heima og gæta barnahóps og húsa. Vorum við systkinin 6 og það yngsta að nokkru í vöggu. Minnist ég enn góðvildar og umhyggjusemi dúll- arans gagnvart okkur börnunum og þá einkum þeim yngstu. Var hann sífellt á stjái að líta eftir hópnum og bæta úr því, sem öðruvísi fór en skyldi. Eltum við krakkarnir hann á röndum og vorum utan um hann eins og flugur í kringum ljós. Vorum við elztu bræðurnir að smá herja út úr honum ýmist tón, dúll eða sögur, sem okkur fannst þó ganga tregar en skyldi. Eitt af því, sem dúllarinn átti að sjá um heima, var það, að við elztu biæðurnir tveir bærum mykjuna út úr fjósinu daglega- Höfðum við litlar börur, seni frændi okkar einn, þjóðhaga smiður, hafði gjört okkur til að inna þetta starf af hendi. En þetta verk vorum við mjög latir við og kusum víst flest annað fremur að vinna. En dúllarinn gekk ríkt eftir að þessi kvöð væi'i leyst. Notfærði ég mér þessa tregðu okkar til samninga við dúllarann, og samningar voru víst aldrei hans sterka hlið. Vav svo kveðið á, að hann skyldi dúlla eitt lag við hverjar börur, sem við bærum út, og gjöra það fyrir fram. Hins vegar gættum við þess vel, að hafa sem minnst í börunum, svo að við fengjuna sem flest lögin. Virtist dúllarinn lítið taka eftir því, en efndi sinn hluta samningsins rækilega. Tók hann sér stöðu í tuddabásnum 1 fjósinu, studdi olnboga á miH1" gerðina og lék list sína. Við bræðurnir stóðum í básnum and- spænis, héldum að okkur hönd- um og horfðum og hlustuðum hugfangnir á hinn aldraða mann og söngbrögð hans. Því þótt um- hverfið væri síður en svo glæsi- legt, naut list hans sín engu mið- ur, að minnsta kosti í augum og eyrum sjö og átta ára snáða. Aðeins fannst okkur á vanta, hversu stundirnar, sem dúllið stóð yfir, voru fljótar að líða. „Allir dagar eiga kvöld, segir skáldið. og svo fór einmg
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.