Eimreiðin - 01.01.1966, Síða 63
GVðMUNDUR ÁKNASON DÚLLARl
51
um dvöl dúllarans heima. Að
rúmlega viku liðinni hóf hann
för sína að nýju. Kvaddi hann
°kkur með björtu brosi, þakk-
læti og árnaðaróskum, og hélt
suður á bóginn. Ég stóð lengi úti
°g horfði á eftir honum með
söknuði í sál og augum. Mér
íannst lífið bæði fábreyttara og
fátækara eftir burtför hans af
bænum. Mynd hans og list ligg-
Ur mér jafnvel enn bæði í aug-
Um og eyrum.
*
Aður en ég lýk þessum
bernskuminningum, þykir mér
ölýða að leiða fram æviatriði
dúllarans í örfáum dráttum.
^ann hét fullu nafni Guðmund-
Ur Árnason og var fæddur að
K-lasbarði í Landeyjum 7. júlí
1833 og lézt að Barkarstöðum í
Kljótshlíð 20. apríl 1913. Ætt
hans var göfug og foreldrarnir
ýel efnum búin. Faðir hans var
Árni Jónsson, afi hins þjóð-
kunna snillings, séra Árna á
Stóra-Hrauni. Móðir hans var
Jórunn Sæmundsdóttir, alsystir
Tómasar Sæmundssonar Fjölnis-
ruanns og síðar prests að Breiða-
bólstað í Fljótshlíð. Guðmund-
ur ólst að mestu upp hjá frænda
sínum, Guðmundi Þorvaldssyni,
að Eystri-Tungu í Landeyjum,
°g þótti ungur vænlegur til
þroska og manndóms. Við ferm-
úrgu faer hann vitnisburðinn:
>jGáfaður og siðprúður.“ En um
tvítugs aldur fékk Guðmundur
taugaveiki, sem lék hann mjög
illa. Komst bólga í heila hans
og svipti hann viti að mestu um
tveggja ára skeið. Eftir það afall
varð hann aldrei samur og áður.
Litlu síðar tók hann að dúlla
og flakka um landið víðs vegar
og hélt því fram á efstu ár.
Flakkaranafnið var honum þó
svo ógeðfellt, að hann undi engu
verr af annarra vörum. Sjálfan
sig kallaði hann reisanda og
hreyfingar sínar um landið
ferðareisur.
Allmikil efni erfði Guðmund-
ur eftir foreldra sína. En þau
runnu fljótt út í sandinn, því að
hann kunni aldrei með fé að
fara. Notuðu sumir óhlutvandir
menn sér hrekkleysi hans og
barnaskap í þeim efnum. Guð-
mundur var maður óljúgfróður,
og svo góðgjarn, að hann bar vel
sögu öllum, er hann kynntist.
Rithönd átti hann fagra og var
ólatur við skriftir, þegar honum
fannst efni standa til. Var hann
um skeið einkaritari Snnonar
Dalaskálds og þótti vegsauki að
í meira lagi. Voru þeir Símon
vinir miklir og flökkuðu stund-
um saman um landið. Og síð-
ustu orð Guðmundar a bana-
sænginni voru þessi. ,,Alikið
skáld var Símon.“
Bein Guðmundar Árnasonar
dúllara voru borin til moldar í
kirkjugarðinum að Hlíðarenda