Eimreiðin - 01.01.1966, Page 64
52
EIMREIÐlN
í Fljótshlíð. Að hans eigin ráði
og fyrirsögn stendur á leiðinu
steinn með eftirfarandi áletrun:
„Hér Itvilir Guðmundur Árnason,
f. 7/7 1833, d. 20/4 1913.
Þjóðkunn list, er þessi gjörði, þar
fyrir er steinninn reistur. Griþi
átti gulli skterri. Höndin frjdls og
heilsu góða. Einnig þar með af-
bragðs sinni.
S.S.S. Guðmundur Árnason.
(Stafirnir: S. S. S. þýða:
Sjálfum sér setti.)
Nú er öld förumannanna úti
á landi hér og kemur vonandi
aldrei aftur. Þó áttu þessir menn
sín rök og sinn tilverurétt á sín-
um tíma. Þeir voru oftast skil-
getin afkvæmi fátæktar, um-
komu- og úrræðaleysis samtím-
ans. Og þrátt fyrir marga van-
kanta áttu þeir sína kosti og sín
hlutverk að vinna. Þeir voru tíð-
ast póstar, oft eins konar lifandi
fréttablöð milli fjarlægra staða
og manna. Þeir voru mörgunt
kærkomin tilbreyting í fásinm
einangrunar og dreifbýlis. Þeir
voru þrátt fyrir allt nokkurs
konar vítamín í líf fámennrar,
fátækrar og dreifðrar þjóðar.
Guðmundur Árnason dúllan
var einn af beztu mönnum þess-
arar tegundar eða stéttar. Hann
var einn víðförlasti maður lands-
ins um sína daga. Hann var fróð-
ur um margt og kunni vel að
segja frá, þegar allt lék í lyndi-
Hann bar góðan hug til alls og'
allra. Hann var Ijúflingurinn,
sem hvert barn þekktist og
mátti jafnan við mæla. Allra
förumanna var hann þrifnastur
og hirðusamastur með líkama
sinn. Og síðast en ekki sízt.
Hann var listamaðurinn for'
kostulegi, eins konar bítill sinn-
ar tíðar. Og fyrir allt þetta á
hann skilið að geymast fremui
en gleymast.