Eimreiðin - 01.01.1966, Síða 80
Guðríðar þáttur Þorbjarnardóttur
Eftir J. M. Eggertsson — Skugga.
Meðfylgjandi þáttur mun vera eitt
af þvi siðasta, sem Jochum M. Eggerts-
son skrifaði, en hann andaðist 23. fe-
brúar s.l. Nokkrum vikum áður kom
hann með þessa grein til Eimreiðar-
innar og lét þess þá getið, að hann
hefði verið að Ijuka við að semja hana.
INNGANGUR.
Ég vil strax í byrjun taka það
fram að meðfylgjandi frásögn er
ekki skáldskapur. Hér er dagsönn
saga — að vísu þúsund ára gömul,
en þó furðanlega fersk.
Eftirfarandi greinargerð er unn-
in og skilgreind eftir nákvæma
könnun og samanburð fjölda heim-
ilda, og það eitt hér til frásagnar
fært, er sannast þykir og samrým-
anlegast heilbrigðri dómgreind og
skynsamlegu viti.
Saga þessi gerist á óvenju víðum
grunni í tveim álfum, þekkri og
óþekktri, kringum 1000.
Heimildarrit mín eru einkum
þessi:
Grænlendingasaga, Þorfinnssaga
karlsefnis, Eiríkssaga rauða, Fóst-
bræðrasaga, Eyrbyggja, Ólafssaga
helga, Ólafssaga Tryggvasonar,
Flateyjarbók, Landnámubækur, ís-
lendingabók, Hauksbók, Heims-
kringla, Flóamannasaga, Króka-
refssaga, Grænlendinga-þáttur,
Konungsskuggsjá, Hákonarsaga,
Auðunnarþáttur vestfirzka, Sturl-
unga, Biskupasögur, Hungurvaka,
Skáldhelga-rímur, Landkönnun og
landnám íslendinga í Vesturheimi>
Réttarstaða Grænlands, Eddurnar,
íslenzkir annálar, íslenzk og græn'
lenzk fornbréfasöfn, Skarðsárbók,
viðaukar, Safn til sögu íslands,
Um Grænland að fornu og nýju’
Tímaritið Grönland (mánaðarrit,
margir árgangar). Greinar í inn'
lendum og erlendum blöðum °S
tímaritum um fornleifarannsókm1
í íslendingabyggðum Grænlands
og uppgröft Þjóðhildarkirkjugarðs
í Brattahlíð í Eiríksfirði, o. m- A’
1. ÓÖLD í HEIÐNI.
Á tímabilinu 980—1000 kom elít'
hvert mesta hallæri og hungurs'
neyð, sem nokkru sinni hefur vfu
ísland gengið, og er þá mikið sag1-
Þetta hallæristímabil er í fornbréf'
um og annálum nefnt „Óöld 1
heiðni“, — og hljóðar á þessa lci®-
„Óaldarvetur varð mikill á fs
landi í heiðni í þann tíma, el
Haraldur konungur gráfeldur féfj’
en Hákon jarl tók ríki í Noregþ
Sá hefur mestur verið á íslandi- Pa
átu menn hrafna og melrakka, °S
mörg óátan ill var étin, en sumn
létu drepa gamalmenni og ómaga
og hrinda fyrir björg og harma-
Þá sultu margir menn til bana, eU
sumir lögðust út að stela og nið"u
fyrir það sekir og drepnir. Þá vag
ust skógarmenn sjálfir, því að þa