Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1966, Side 104

Eimreiðin - 01.01.1966, Side 104
92 eimreiðin viðhalda íslenzkri menningu og bókmenntum og þar með efla menntun og sóma hinnar íslenzku þjóðar, hefur kjörið . ..“ o. s. frv. I ræðu þeirri, sem prófessor Einar Ól. Sveinsson hélt á afmælis- degi félagsins, 30. marz sl., rakti hann tildrögin að stofnun þess og gat helztu verkefna Bókmenntafélagsins. Forsaga félagsstofnunarinnar er í stuttu máli sti, að haustið 1813 kom danski málfræðingurinn Rasmus Rask til Islands og dvaldist hér á landi í tvö ár við íslenzkunám. Meðal áhugamála hans hér var að koma á fót félagi, sem léti sig varða bókmenntir, „tungumáli voru og fróðleik til viðhalds og eflingar", eins og Árni biskup Helga- son í Görðum komst að orði í boðsbréfi, en hann var einn helzti eggjunarmaður Rasks í þessu máli. Þegar Rasmus Rask fór af landi brott héðan haustið 1815, hafði þeirn Árna tekizt að vekja svo mikinn áhuga fyrir félagsmálinu, að sýnt þótti, að af félagsstofnuninni yrði. Rask hófst nú handa í Kaupmannahöfn og 30. marz 1816 komu 33 menn saman í Sívala- turni og var þar samþykkt að stofna félagsdeild í Kaupmannahöfn. Stjórn var kosin fyrir félagið og skipuðu hana: Rasmus Rask for- seti, Finnur Magnússon prófessor ritari og Grímur Jónsson, síðar amtmaður. féhirðir. Þegar tíðindin um félagsstofnunina spurðust til Reykjavíkur, hófust þar handa Árni Helgason og fleiri áhugamenn, og hinn 1. ágúst sama ár var Reykjavíkurdeildin stofnuð og í stjórn hennar kjörnir: Árni Helgason forseti, Sigurður landfógeti Thorgrímsen féhirðir og Halldór Thorgrímsen sýslumaður skrifari. Hinn 15. ágúst mynduðu svo félagsdeildirnar eina heild, sem síðan hefur verið nefnd Hið íslenzka bókmenntafélag. Oft hefur starf félagsins verið með miklum blóma, enda jafnan valizt til forystu í því liinir merkustu menn. Meðal þeirra, sem gegnt hafa forsetastarfi í félaginu var Jón Sigurðsson, sem manna mest vann að eflingu þess og útgáfustarfsemi. Hann varð forseti Hafnardeildarinnar árið 1851 og gegndi því starfi til dauðadags, en í Reykjavíkurdeildinni mun lengst hafa gegnt því starfi Árni Helgason, eða frá stofnun deildarinnar allt til 1848. Fjölmargir fleiri nafnkenndir menn hafa unnið Bókmenntafélaginu mikið gagn og lagt fram óeigingjarnt starf í þágu þess. Meðal þeirra má nefna Björn M. Ólsen prófessor, sem tvívegis var forseti félagsins, m. a. árið 1912, þegar ákveðið var að sameina báðar deildirnar, sem framvegis skyldu hafa aðsetur í Reykjavík.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.