Eimreiðin - 01.01.1966, Side 107
RITSJÁ
95
un>, skráð af Jóni Helgasyni biskupi,
ór. theol., en sem ævisagnaritari var
hann kunnastur af riti sínu „Hannes
Finnssson biskup i Skálholti“, en fyrir
það rit sæmdi Háskólaráð hann verð-
launum úr „Heiðursverðlaunasjóði
hen. S. Þórarinssonar", en ísafoldar-
prentsmiðja gaf út 1936. — í bindinu
er m. a. ævisaga Jóns biskups, skráð
af dr. theol. Eiríki Albertssyni. í því
er og ævisaga listaskáldsins góða, Jón-
asar Hallgrímsonar, eftir Hannes Haf-
stein. Þá er þar ævisaga dr. Bjarnar
hjarnasonar frá Viðfirði, eftir dr.
Guðmund Finnbogson. Dr. Björn er
kunnastur fyrir hið ágæta rit sitt,
Iþróttir fornmanna. Hann lézt hálf-
fimmtugur að aldri og hafði þá fyrir
löngu getið sér orð sem hinn merkasti
vísindamaður. Er að þessum ævisög-
unt og öllum hinum, þótt eigi séu hér
taldar, mikill fengur. Útgáfan er að
úllu hin vandaðasta og útgáfufyrirtæk-
>nu og sr. Jóni Guðnasyni, sem bjó
fitsafnið til prentunar, til mikils
shma. A. Th.
GÖMUL REYKJAVÍKURBRÉF 1835
— 1899. Finnur Sigmundsson bjó til
prentunar. Bókfellsútgáfan h.f. Rvík
1965.
Þetta bréfasafn er VI. bindi í safn-
ln» Islenzk sendibréf. Hin eru: Skrif-
ar‘nn á Stapa, Biskupinn i Görðum,
Konur skrifa bréf, Hafnarstúdentar
sknifa heim og Dr. Valtýr Guðmunds-
s°n. _ Bréfritarar eru: Steingrímur
hiskup Jónsson, Þórður Sveinbjörns-
s°n dómstjóri, Bjarni rektor Jónsson,
Sigurður málari Guðmundsson, Jón
Bot-gfirðingur, Ástríður Melsteð, Stein-
gnmur Thorsteinsson og Benedikt
Gt-öndal.
Gm gildi sendibréfa ætti ekki að
þurfa að fjölyrða, og vissulega er það
tétt, sem dr. Finnur Sigmundsson segir
t formála, að á 19. öld var „sendibréf-
ið ekki einungis vettvangur einka-
mála, það gegndi jafnframt að nokkru
hlutverki blaða, síma og útvarps" o. s.
frv. Og athyglisvert er það, sem F. S.
segir, að sendibréf frá 20. öld, sem
„borizt hafa Landsbókasafni, og þau
skipta þúsundum, .. . munu um sumt
þegar tímar líða ekki þykja síðri heim-
ildir en blöð, samtímakvikmyndir og
segulbönd".
Óþarft ætti að vera að geta þess,
að ýmislegt kann að vera i bréfum og
blöðum fyrr og nú, sem er beinlínis
rangt eða vafasamt, án þess leiðrétt sé,
og þess vegna er svo ákaflega mikil-
vægt hlutverk þeirra, sem taka gömul
gögn, og leggja fyrir nútímalesendur,
leiðrétti það, sem leiðrétta þarf, og
geri þeim kleift með nauðsynlegum
skýringum að hafa þeirra æskileg not,
en í rauninni þarf mikið til, að geta
notið þeirra til fulls, menntun og að
minnsta kosti nokkra sögulega þekk-
ingu, og umfram allt hæfileika til
skilnings á aldarhætti, mönnum og
málefnum þeirra tíma, sem gögnin eru
frá. En hér er svo við að bæta, að
leiðsögnin, sem lesendurnir fá hjá dr.
Finni, er þeim ómetanleg.
Bókin er 276 bls. og útgáfan að öllu
hin vandaðasta. A. Th.
Guðmundur Jónsson: PRESTSKON-
AN. Prentsmiðjan Leiftur 1965.
Þetta er þriðja bókin, sem höfund-
urinn sendir frá sér og í henni eru
fimm smásögur, sem bera þessi heiti:
„Prestskonan", „Það er dugur í unga
fólkinu nú á dögum", „Kosningabar-
átta hæstaréttarlögmannsins", „Hann
fótbrotnaði ekki til einskis" og „Hún
lét mig ekki sofa hjá sér að gamni
sínu“.
Höfundurinn virðist gæddur tölu-
verðri hugkvæmni og í sögum hans eru
ýmsar smellnar hugdettur, en því mið-
ur ber frásagnargleðin smekkvísina tíð-