Iðunn - 01.02.1885, Page 4
66 Hagnýting náttúrukraftanna.
Sökam þessa eyðum vér ógrynni af kolum fram
yfir það sem vera ætti.
Kolin eru einkum notuð á tvennan hátt. I fyrsta
lagi til heimilisþarfa, til að hita og lýsa í herberg-
'jum og til að elda við þau ; í öðru lagi til iðn-
aðarþarfa, til að kynda undir gufukötlunum, enn
þeir eru bæði eldiviðarfrekir og hafa enn ýmsa stór-
galla, svo og til gasgerðar.
Vér skulum nii fyrst fara nokkurum orðum um
kolaneyzlu til heimilisþarfa. Hvort sem arinn er
hafðr í húsi, svo sem altítt er í heitum löndum, eða '
hitunarofnar, sem að vísu eru eldiviðardrýgri, fara
þó jafnan til ónýtis níu tíundu partar af hitamegni
eldiviðarins, hvort sem brent er trjáviði, mó eða
kolum ; þetta hitamegin rýkr út um reykháfinn og
er einungis til þess að eyðá stórfé og spilla loftinu.
Eldstór og ofnar eru einhverjir verstu eyðsluvargar.
það er kunnugt, að í Lundúnum eru löngum sólar-
litlir dagar, og er það kent eldstóa fjöldanum og
því, hversu slíkum gögnum er áfátt. Húsin eru full
af reyk og ryki, og aldrei er óhætt fyrir hús-
bruna.
Nú viljum vér sjá ráð til að bœta þessa bresti,
minka eldiviðareyðsluna og nýta að minsta kosti
lielming af því hitamegni, sem er í eldiviðnum.
Með áhöldum þeim, er nú gerast, er eigi unt að
breyta til batnaðar. Skulum vór nú segja frá þeim
ýmsu umbótum, er frægir vísindamenn leggja til.
Með ýmsum hætti mætti spara eldiviðinn að
nokkuru, þótt lítils sé um vert, enn einkum mætti
bœta úr helztu göllurn, sem óru á herbergjahitun
nú á dögum. William Siemens hefir vikið á það í