Iðunn - 01.02.1885, Page 20

Iðunn - 01.02.1885, Page 20
82 Hagnýting náttúrukraí'tanna. jafnaði engu ódýrara enn gufuaflið, og svo muni vera háttað í Sviss, enn þar er fjöldi af ám um alt land- ið. f sumum verksmiðjum, er knúðar eru fram með vatnsafli, eru notaðar gufuvélar þegar vatnið er of lítið. Vér ætlum eigi að síðr, að sigrast megi á þessu torveldi, og að vatnsaflið sé ódýrara enn gufuaflið, þótt vatnsvélunum só enn mikilla bóta vant. Væri eigi svo, mundu Genfar-búar fyrir löngu hafa af numið alkunna vatnsþrýstingarvél, er þar er, og eigi hafa í hyggju, að fœra sér í nyt vatnsafiið í Ehone með stórkostlegum vatnsvélum. þ>á mundu heldr eigi Norðr-Ameríkumenn, er taldir cru verkhygnir menu, hafa smíðað mikilfenglega vatnsvél, er snýr kvörnunum í Minneapolis. þ>á hefði og j>appírsgerðarmenn í Holyoke notað gufu- afl til vélahreyfinga, enn eigi ið mikla vatnsafl, er þar er neytt og talió er á við 17 000 hesta öfl. þ>ótt vér því virðum mikils orð þeirra manna, er ritað hafa um þetta efni, ætlum vér, að vatnsaflið sé eigi dýrara enn gufuaflið, nema svo sé, að vél- arnar sé eigi á þeim stöðum, sem vera ætti, eða svo gerðar sem þær ætti að vera. í ritgerð þessari ætlum vór heldr eigi að bora samau dýrleika vatns- afls og gufuafls. Vér hugleiðum einungis, hvaða náttúruöfl mönnunum verði auðið að nota, þeg- ar gufuaflið er undir lok liðið eða kolanámurnar þrotnar. Aðrir meinlegri gallar eru á notkun vatnsaflsins. Vér höfum áðr getið þess, að iðnaðrinn á Englandi njóti mikilla hlunninda af því, að þar eru nœgar kola- námur á hentugum stöðum,ogað aðrar þjóðir leggi ® tolla fyrir þá sök, til að koma á jafnvægi í atvinnu-

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.