Iðunn - 01.02.1885, Page 41

Iðunn - 01.02.1885, Page 41
Sögukorn frá Svartfjallalandi. 103 höfðinglega ; var auðsjeð íl öllu látbragði hans, að hann þóttist eiga nokkuð undir sjer. Hann hafði skegg á efri vör, hæruskotið nokkuð; hann var snarpeygur og brúnamikill. Iiann bljes drjúgum reykjarteigi vir pípu sinni, hægt og stillt, og tók góst- inn tali, og hneigðist það brátt að landsins gagni og nauðsynjum. Honum fannst fátt um ráðlag stjórn- arinnar í Serbíu ; þótti hún ekki vera .mjög áræðin. Gúitza tók svari landa sinna og gerði sjer far um að verja gjörðir furstans. Svartfellingurinn álasaði þóim öllum saman, bæði landsmönnum sjálfum (Serb- um) og furstanum. »Hvernig getið þið fengið af ykkur að lata Tyrkj- ann vera í friði ?« mælti hann og þyrlaði þykkum reykjarmekki út úr sjer. »|>ú átt ekkert við hann, og hann lætur þig vera. Hvernig á að geta orðið nokkuð úr stríðinu með því móti ?« Hinn ungi maður stundi upp með hálfum hug þeirri spurningu, hvert stríð væri þá ölduugis ómissandi. »Hvað þá ?« svaraði Svartfellingurinn, og var öldungis forviða. »IIvað er maðurinn, ef hann fæst ekki við hernað? Ekki Hema það þó ! Jeg ætti ekki til nokkra flík utan á kroppinn á injer, hvað þá heldur meira, ef ekki væri stríð til«. »Og verzlun ?« mælti Gúitza, með hægð ; hann var kaupmaður. »Jú, það er gott .... verzlun. Hernaður og verzlun .... jparna (hann benti f norð- ur) fáum við marfa (varning), og þangað (hann beuti í vestur) förurn við til að sclja hann .... Hvers konar vorzlun rekið þið í Valevó ?« Gúitza taldi upp ýmsar landsnytjar, og eins hvaða varning Serbar fengi frá öðrum löndum, og sem kaup- 111 onn græddu á 100"/». Svartfellingurinn ypti öxlum

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.