Iðunn - 01.02.1885, Síða 48

Iðunn - 01.02.1885, Síða 48
110 Sögukorn. frá Svartfjallalandi. I sama bili heyrðist skothríð nokkur í höfuðþorp- inu þar skammt í burtu. Pjetur hleraði og kallaði síðan: nPörum þangað!« Hann hljóp sjálfur á undan og hinir á eptir. jpeir hitta þar fyrir nokkra Tyrki, er höfðu þyrpzt saman á torginu, lafhræddir og ekki nema hálfvaknaðir. þeir hleyptu nokkrum skotum á ránsmennina, hörfuðu síðan undan og lögðu á fiótta. Svartfellingar eltu þá og sendu nokkrar kúlur á eptir þeim álengdar. Meðan þetta gerðist, hafði allt fólk sig til vegar úr þorpinu í ýmsar áttir, karlmenn og konur, börn og gamal- menni, til að forða lífi sínu ; ljetu allt, scm þeir áttu, eptir í hershöndum. Yar þorpið orðið autt og mannlaust á lítilli stundu. í það mund komu Svartfellingar aptur, er þeir höfðu rekið flóttann, og ljetu nú greipar sópa um það er þeir fundu fjemætt í þorpinu. þá var og kvennþjóðin þar lcomin með lcörfur sínar og poka, og tíndu þar í allt, smátt og stórt, er nýtilegt var: fatnað, vefnað, ullarviður og silki, alls konar hús- gögn af eir og tini, og jafnvel matföng. Yar leitað í hverjum krók og kyma, að enginn fjemætur hlutur skyldi undan ganga. Hjer þurfti að liafa hraðann á, því að tæpa mílu vegar frá þorpinu var dálítið virki með tyrknesku setuliði, og mátti eiga von á því á vetfangið undir eins og njósn kæmi um ófriðinn. Var því ekki tafið lengur en þurfti. Svartfollingar höfðu verði við veginn, þar sem von var liðsins frá virk- inu, og góðri stundu áður en bólaði á byssustiugjum Tyrkja, sást kvennfólkið stika upp eptir hlfðinni í laugri lest, alklyfjað liorfangi, en karlmennirnir A eptir í dreifri fylkingu, með þrjátíu feta bili milh

x

Iðunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.