Iðunn - 01.06.1887, Blaðsíða 14
300 JTrú A. Ch. Edgrenn-Leftler:
an árlega fjöldi af hinum beztu, áreiðanlegustu og
nýtustu ungmennum, bœði konum og körlum.
Nokkrir sveinar voru einmitt að smíða ferðakistur
handa 15—16 ára gömluin stúlkum, er ætluðu til
Kanada.
I sjiikrahúsi uppeldisstofnunarinnar hittum við
unga stúlku, er hafði legið rúmföst í heilt ár, og
mátti búast við, að hún kæmist ekki á fætur fyr
en eptir nokkur ár ; það var meinsemd í fætinum,
sem að henni gekk. Kona nokkur, S. að nafni,
sem var í góðgjörðafjelaginu, og kom opt með mjer
til þessarar telpu, ásetti sjer að útvega kvenmann,
er gæti gefið sig við að hjúkra henni betur, en
annars var kostur á, og gæti leikið sjer við hana,
lesið fyrir hana og kennt henni að hekla og glit-
saum. Til þessa starfs vildi hún fá einhverja,
sem hún þekkti, og valdi hún til þess unga stúlku
af háum stigum ; hún átti heima á auðugu og rík-
mannlegu heimili, ásamt fleirum systrum sínum, og
kvartaði opt um, að sjer fyndist tíminn langur. Góð-
gjörðasemi er hið eina verk, er stúlkur af háum
stigum mega snerta á. þ>að þykir minnkun fyrir
þess háttar fólk, að vinna sjer inn fje ; ein af systr-
unum, sem jeg nefndi, málar t. a. m. mjög vel,
en vegna þess hvað hún er af háum stigum, má
hún ekki gera það öðruvísi en sjer til gamans; að
stunda það til hlítar og bjóða myndirnar til sölu,
mundi ekki þykja samboðið tign heunar. Ungfrú
S., sem er sjálf af góðum ættum, og vinnur allt af
hálfan daginn á skrifstofu góðgjörðafjelagsins, not-
ar yfir höfuð hvert tækifæri til þess, að fá þeim
vinnu í hendur, sem iðjulausir eru, og það einnig