Iðunn - 01.06.1887, Qupperneq 38
324 Ljónaveiðiu við Bender.
þrifið í skegg Tyrkjanum og snarað honum út uin
gluggann.
Loks höfðu þeir fjelagar hroðið húsið að mestu
leyti, en eptir lágu um 20 dauðra manna búk;
ar. Af Svíum stóðu ekki uppi nema 32. Kon-
ungur skipti því liði svo, að hann skipaði 5—6 mönn-
um við hvern glugga, og skyldu verja Tyrkjum inn-
göngu aptur. Hann eggjaði menn sína, og bað þá
verjast til næsta morguns. »Lánist það», mælti
hann, »munum vjer ná svo góðum friði, að allir
Svíar munu hina mestu frægð af hljóta og allur
heimur dást að hreysti vorri».
Nú hófst orusta af nýju, með skotum einum, og
á löngu færi. Konungur kannaði valinn Tyrkja
innan um húsið, hirti það sem var í skottöskum
þeirra og fjekk sínurn mönnum, bæði kúlur og
piiður. Síðan gekk hann yfir anddyrið inn í her-
bergi Dúbens; höfðu Tyrkir brotizt inn þangað
aptur. Axel Koos fjekk grun um það og skundaði
á eptir konungi. Var þar fullt af púðurreyk, svo
að varla sáust handa skil. Loks kemur hann auga
á konung. Ilöfðu þrír Tyrkir fest höndur á hon-
um og keyrðu hann upp að vegg, með handlegg-
ina upp fyrir sig, og mátti hann sig hvergi hreyfa.
Axel skaut þegar til bana einn Tyrkjann. Kon-
ungur þagði. Nú varð honum laus hægri höndin
og lagði þegar í gegn annan Tyrkjann, en Axel
skaut hinn þriðja. þá þekkir konungur Axel og
segir : »Er það þú, Axel, sem hefir hjáipað mjer?»
»Já», svaraði hann, »jeg hef verið svo lánsamur».
»Jeg sje, að þú hefir ekki yfirgefið mig», mælti
konungur. Síðan þurkaði hann blóðið framan úr