Iðunn - 01.06.1887, Blaðsíða 50
336 Ljónaveiðin við Bender.
prýði, þeim skilst eigi, hver áhrif gremja og and-
styggð á þrældómi getur haft á mikilúðuga og ó-
bugaða konungssál með brennandi frægðarhug.
þ>ótt þessi göfuga og mikilfenglega hreysti og hug-
prýði sje vitfirring í þeirra augum, þá verða þeir
þess að gæta, að það er hún, sem skapað hefir
allar fornaldarlietjur oghálfguði, en þeir hafajafn-
an kallaðir verið sannir afreksmenn á öllum öld-
um».
— Svíar þeir, er konungi fylgdu í bardaganum,
höfðu allir gengið á hönd Tyrkjum. Jarl ljet þeg-
ar lausa 2 eða 3 helztu vildarmenn konungs, og gerð-
ust þeir þjónustumenn hans. þeir urðu fleiri sam-
an síðan, og höfðu þeir konungur greitt lausnar-
gjald fyrir. Karl konungur gekk vopnlaus. Svíar
töluðu um við jarl og töldu slíkt eigi hæfa tign
konungs. »Heimskan ætlið þjer mig», mælti jarl,
»að jeg muni láta hann ná færi á að byrja á nýj-
an leik. Br jeg þess allófús, að sjá annan slíkan».
'Pjell þá niður tal þeirra.
Fám dögum eptir (6. febr.) ljet jarl þá búast,
konung og hans menn. Eigi vissu þeir hvert ferð-
inni var heitið. Konungur sendi áður mann norð-
ur til Svíþjóðar að segja þar tíðindin og hversu á
horfðist. Hann kaus til þeirrar farar trygðreyndan
kappa, Axel Koos. jpað er sá hinn sami Axel og
sú ferð hans, er Tegnér hefir um kveðið og frægt
er orðið, en Stgr. Thorsteinson íslenzkað.
Nú var búizt til ferðar. Konungur gerði sig
sjúkan. Honum var skapraun að ganga í augsýn
almennings, ófrjálsum manni, og tók það ráð til
þess að dyljast svo sem kostur var á. Hann var