Iðunn - 01.06.1887, Side 53
Ljónaveiðin við Bonder. 339
höfðu átt, en Danir þá unnið undan þeim og seldu
síðan Georg Englakonungi. Segja sumir, að kaup-
maður hafi aldrei fengið fje sitt aptur; hann heimti
það að Georg konungi, er veðið hafði í hans éígu
komizt, en hann taldi sjer óskylt að greiða skuld
fyrir Karl konung.
Iíarl konungur var ferðbúinn 20. sept. 1714, p.ð
morgni dags, og reið af stað frá Demotika meðall-
mikla sveit manna af sfnu liði og Tyrkja, erfylgja
skyldu konungi til landamœris. Enn voru og í
förinni allmargir Tyrkir, sumir segja 60—70, þeir
er Svíar höfðu tekið hjá fje að láni, meðan þeir
dvöldust þar syðra, og goldið af miklar leigur.
Ivonungur vildi greiða þeim það áður allt fyrir
liönd sinna manna, en er honum brást fjárvonin
hjá soldáni, var eigi annar vænni, en að þeir færu
allir norður til Svíþjóðar og heimtu svo fje sitt,
er þangað kæmi. Fjekk konungur þeim hesta til
fararinnar. Sátu þeir í Karlshamn árum saman,
á rfkiskostnað, unz skuldin var greidd að fullu, en
það nam mörgum hundruðum þúsunda. Soldán
hafði ljeð Svíakonungi 300 hesta til ferðarinnar og
60 vagna norður til landamæra ríkis síns, og fjekk
öllu liði hán’s vistir að auki þangað.
Að kvöldi hins fyrsta dags kom sendimaður á
fund konungs frá Miklagarði, og færði honum gjafir
frá soldáni að skilnaði, tjald skrautlegt mjög, til
ferðarinnar, 8 hesta frá Arabíu og sverð fagurlega
búið ; var lagður gimsteinum meðalkaflinn. Kon-
ungur sendi soldáni skikkju dýra af safala, er hann
fjekk að láni hjá Grothusen, hirðmaimi sínum.
22*