Iðunn - 01.06.1887, Side 66
352
J. N. Madvig.
látinn fara í eins konar útlegð (til Predericíu), og
var slíkt illa fallið til að hepta tilhneiging hans
til að afla sjer miður góðra lagsmanna, sem farið
var að bera á áður.
Hið annað hjónaband hans endaði líka á skiln-
aði, og meðan það stóð og eptir það, lagði hann
lag sitt við kvennmann, sem kom sínum fyrra
unnusta eða forsjármanni í kunningsskap við kon-
ungsson, svo að hann varð fjelagi prinzins og
trúnaðarmaður, enda Ijet sá kvennmaður mikið á
sjer bera og gætti lítt velsæmis. ]pað liggur í augum
rrppi, að slfk háttsemi og ráðabreytni væri illa til
þess fallið, að efla og styrkja virðinguna fyrir sjálf-
um sjer.
jpegar Friðrik VII. kom til ríkis, var hann mein-
hægur maður og hispurslaus, en enga hafði hann
siðferðisfestu og menntun litla, og var mjög lítið
gefinn fyrir andlega starfsemi og áreynslu nje kjark-
mikla framtakssemi; en þrár var hann nokkuð í
lund og þó þreklítill.
Aður en Kristján VIII. andaðist, var það viður-
kennt og öllum Jjóst, að minnka yrði og takmarka
hið forna einveldi frekara en gjört hafði verið með
ráðgjafarþingunum, ef komið skyldi í veg fyrir, að
ríkið liðaðist sundur. Aö reyna nú allt um það til
að sporna atorkusamlega vió hnignun einveldisins,
var nú sjálfsagt Friðriki VII. fjarri skapi; í fari
hans var ekki til slíkur valdahugur, sem væri sam-
fara þreki og löngun til að stýra málum almenn-
ings, og vilja á að vinna, strita og stríða til að
koma sínu fram ; og þó vita þeir, sem honum hafa
þjónað og við hann átt um almenningsmál, að