Iðunn - 01.06.1887, Page 69
Friðrik sjöundi.
355
ínannraunir sínar í orustum (er hanu hafði komið
hvergi nærri)1. |>ó stuudum 'þætti kenna smámuna-
semi og nirfilskapar, að því er kom til úthíta af
lífeyri konungs, sem þó var all-ríflegur, einkum þegar
þess er gætt, að sjaldan var tilefni til veizluhalda
1) það er ekki langt siðan að jeg las skritilega til-
raun til að skíra frásögu konungs um sárið, sem hann
þóttist hai'a fengið í höndina í orustunni við Idsted ; þá
sögu sagði hann herforingja einum frá Hannóver, ervar
sendur á fund konungs, og kom þannig að máli við hann.
Mjer er það í miuni, hversu öllum þeim. sem næstir stóðu,
fannst sem þeim rynni kalt vatn milli skinns og hörunds.
Eða hvað á þá að segja um brjcíið frá Friðriki VII. til
Oscars konungs, sem prentað er í riti Thorsöes um stjórn
Friðriks VII. hls. 259—261 ; þar gefur hann ineð berum
orðum í skyn, að hann hafi verið sjálfur í herförinni
suður í Sljesvík í aprílmánuði 1848, verið í orustunni
við Bov, og lijálpað til að vinna Flensborg. Svona brjef
varð danskur herforingi aö færa erlendum konungi, sem
auðvitað var fullkunnugt um, liversu hjer vjek við. Ein-
liverju sinni var konungur á ferð á Jótlandi, og áttiþar
tal við bændur nokkra, þar á meöal fróðan og mikils-
metinn manu, er Ole Kirk hjet, og verið hafði á ráð-
gjafarþingunum og síðan á ríkisþinginu. Konungur fór
aö segja þeim frá, livernig grundvallarlögin hefðu orðið
til. Sagði hann, að þogar faðir sinn hefði voriö að hugsa
um að gefa landinu stjórnarbót, þá hefðu ráögjafar hans
búið til óhafandi frumvarp, og sagðist liann þá hafa
beðið föður sinn leyfis að semja annað. Faðir sinn
hefði síðan lagt það frumvarp sitt á hylluna, en þegar
hann kom sjálfur til rikis, sagði.st hann hafa tekið það
ofan af hyllunni, og lagt þaó fyrir grundvallarlagaríkis-
þingið.