Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Blaðsíða 6
132
Tímarit lögfræSinga.
ingu að finna um þetta efni. Islenzkir fræðimenn hafa
ekld kannað það, svo kunnugt sé. Skýlausar dómsúrlausnir
virðast ekki heldur vera fyrir hendi.
1 Danmörku, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð sýnist sú
grundvallarregla talin gilda, að ákvarðanir lægra setts
stjórnvalds megi að jafnaði kæra til æðra stjórnvalds, þótt
ekki sé til þess sérstök orðuð lagaheimild.1) Efnisrök liggja
til þeirrar reglu. Hún veitir almenningi aukið réttaröryggi.
Dómstólaleiðin stendur mönnum að vísu oftast opin hér.
En sú leið er oft seinfær og kostnaðarsöm. Það er í mörgum
tilfellum a. m. k. auðveldara og ódýrara að fá úrskurð æðra
stjórnvalds. Hið æðra stjórnvald getur haft frjálsari hend-
ur um mat á stjórnvaldsathöfn heldur en dómstólar. Það
þarf engan veginn ætíð að vera bundið við lagaatriði. Því
er oft jafnframt heimilt að taka tillit til sanngirni- og hall-
kvæmisástæðna, þegar um er að tefla stjórnvaldsákvarðanir,
er byggjast á frjálsu mati. Nú á dögum skipta stjórnvalds-
ákvarðanir borgarana miklu máli. Þær snerta hagsmuni
manna og dagleg samskipti með margvíslegu móti. Samt
skortir mjög á, að tryggt sé, að réttra aðferða og hlutlægra
sjónarmiða sé gætt við gerð þeirra. Því ríkari ástæða er
til, þegar um stjórnvaldsathafnir lægra setts stjórnvalds
er að tefla, að veita mönnum færi á, að fá gildi þeirra kann-
að af æðra stjórnvaldi. Viðurkenning kæruréttar stuðlar
og vafalaust að vandaðri málsmeðferð hjá lægri stjórn-
völdum. Sú er a. m. k. raunin um áfrýjunarheimild dóms-
i) Sbr. P. Andersen: bls. 509, Caslberg, bls. 207, Sverre Grette,
Nordislc Administrativt Tidskrift 1929 bls. 251. Westerberg bls. 42,
Herlitz, Grunddrng bls. 74 og Sundberg Grunddragen bls. 155. 1 Sví-
þjó'ð er þessi skipan sérstaklega rótgróin, sbr. Westerberg á bls. 42—
43 og Rcuterskiöld í Nordisk Administrativt Tidskrift 1929, bls. 236
—57. Johs. Andenæs sýnist draga í eía, að hægt sé aö setja þetta fram
sem nlmenna rcglu, aö þvi cr Noreg varöar, sbr. Forhandl. á dct nitt-
onde nordiskc juristmölet, 1951, Bil. VI, bls. 40. Finnland liefur að því
leyti lil sérstöðu, að árið 1950 voru sett aimenn iög um sljórniega kæru.
Par er kæruréttur almennt lieimilaður, nema lög útiloki hann berum
orðum, sbr. Aarne Rekola og Tauno Suontausta i Forhandl. ft det nitt-
onda nordiskc juristmötet, 1951, bls. 247 og 261—62 og Merikoski bls.
118 og áfram.