Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Blaðsíða 16
142
Tímcirit lögfrœöinga
æðra stjórnvalds, þótt slíks kærustigs væri enn kostur.
A. m. k. sýnist aðalreglan hljóta að verða sú, að því stjórn-
valdi beri ekki kæruaðild.1) Skattanefnd eða formaður
skattanefndar gæti t. d. eftir því ekki skotið úrskurði yfir-
skattanefndar til ríkisskattanefndar.
Tvímælis getur orkað, hvort æðra stjórnvald á að gæta
reglna um kæruaðild ex officio, eða hvort það því aðeins á að
taka þá spurningu til athugunar, að krafa í þá átt komi
fram. Þess er að gæta, að stundum — og reyndar oft —
er enginn aðili beint til viðurmælis. Kærandi hefur þar
ekki beinan gagnaðila. 1 öðrum tilvikum er um venjulega
aðilastöðu að tefla, þ. e. sakaraðili bæði sóknar- og varnar-
megin. Andmæli um kæruaðild gætu þar hæglega komið
frá gagnaðila. Meginstefnan virðist samt hljóta að verða
sú, að reglna um kæruaðild sé gætt ex officio.
Spurningin unikæruaðild hefur að sjálfsögðu enga raun-
hæfa þýðingu, þegar æðra sett stjórnvald hefur heimild til
að breyta eða kalla aftur ákvörðun lægra setts stjórnvalds,
án þess að nokkur kæra liggi fyrir. Þar getur kæra, frá
hverjum sem er, komið því til leiðar, að ákvörðun sé tekin
til endurskoðunar. Slík heimild æðra stjórnvaldi til handa,
myndi einmitt oft vera fyrir hendi, þegar kærurétturinn
er aigerlega ólögákveðinn, en þó engan veginn alltaf. Sett
lög geta og geymt ákvæði um kæruheimild einstaklinga og
um skyldu stjórnvalds til að endurskoða að eigin frum-
kvæði gerðir lægra settra stjórnvalda, sbr. t. d. skattal. nr.
6/1935, §§ 38 og 40 annars vegar og §§ 39 og 41 hins vegar.
VI
Kæranleiki stjórnvalds ákvörðunar, einn út af fyrir sig,
getur ekki frestað réttaráhrifum hennar. Gildir það, hvort
sem kærufrestur er sérstaklega ákveðinn í lögum eða ekki.
Að því leyti til gegnir sama máli um ákvarðanir stjórn-
valda og dómstóla, því að áfrýjanleiki dóma frestar að jafn-
aði ekki verkunum þeirra.
1 Sbr. P. And’orscn, bls. 515 og Wcslerberg í F. T. 1946, bls. 1-23 og 79-106.