Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Blaðsíða 21
Málskot til œðra stjórnvalds. 147 Hæpið er hins vegar, að æðra stjórnvaldi yrði talið skylt að sinna máli samkvæmt munnlegri kæru. Aðalreglan hlýtur því auðvitað að verða sú, að grundvöllur sé lagður að mál- skotinu með skriflegri kæru. En sú skriflega kæra þarf ekki að fullnægja neinum sérstökum formskilyrðum. Það liggur hins vegar í hlutarins eðli, að kæran verður að geyma nokkra greinargerð um sakarefnið, svo að ekki verði villzt um, hvaða ákvörðun er kærð, hvers vegna hún er kærð o. s. frv. Ella yrði æðra stjórnvaldi ekki talið skylt að sinna kærunni. Stjórnleg kæra felur í sér tvenns konar tilmæli til æðra stjórnvalds. I fyrsta lagi, að það taki kæruefnið og kæruna til meðferðar og í öðru lagi, að það breyti kærðri stjórn- valds ákvörðun á þá lund, sem kærandi fer fram á. Verði svarið við fyrra atriðinu neikvætt, kemur hið síð- ara ekki til athugunar. Ymsar ástæður geta leitt til frá- vísunar málsins. Æðra stjórnvald getur t. d. vísað kæru- málinu frá, ef það telur sakarefnið utan síns valdsviðs, eða ef það telur kæranda ekki réttan aðila, kæru of seint fram- komna o. s. frv. Eðlilegt er, að gengið sé úr skugga um, hvort þessi formlegu skilyrði kæru séu fyrir hendi, áður en málið er tekið til efnismeðferðar. En á æðra stjórnvald að gæta þessara atriða ex officio? Að þeirri spurningu hefur þegar nokkuð verið vikið, er rætt hefur verið um hin einstöku atriði hér að framan. Svo sem þar hefur komið fram, mun almennt verða að svara henni játandi.1) Telji æðra stjórnvald öll nauðsynleg kæru skilyrði fyrir hendi, tekur það efnisákvörðun í málinu. Sú ákvörðun getur verið á ýmsa vegu. Það getur staðfest kærða ákvörðun, breytt henni eða fellt hana úr gildi, allt eftir því sem efni og lög standa til hverju sinni. Það getur og lagt fyrir lægra setta stjórnvaldið að taka nýja ákvörðun. Þar með er ekki sagt, að æðra stjórnvaldið hafi hér frjálsar hendur. Kröfur aðila og málflutningur kunna að binda stjórnvaldið að einhverju leyti. 3) Sbr. til hliðsjónar reglur dómskaparéttar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.