Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Blaðsíða 47

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Blaðsíða 47
Skilorösbundnir refsidómar. 173 þ, e. a. s. 2 ára varðhald og 1 árs fangelsi, og í Svíþjóð eru mjög svipaðar reglur. Það hefir verið tekið til athug- unar, hvort ekki skyldi breyta þessu og þá hækka mörkin verulega eða jafnvel afnema þau og leggja ákvörðunina um skilorðsbindingu refsinga algerlega í hendur dómstól- anna. Sumir telja, að þetta mundi verða til bóta, því að mörgum, sem dæmdir eru í þyngri refsingu en eins árs fangelsi eða tveggja ára varðhald, sé lítil sem engin hætta á að fremja brot að nýju og sé því óþarft og jafnvel skað- legt að láta slíka menn sæta refsivist. Aðrir telja hins- vegar, að ákvæði eins og eru í 75. gr. okkar hegningarlaga bæti úr þessu, þar sem þess sé þörf, og að það mundi verða háskalegt frá „general-præventivu" sjónarmiði að hækka markið. Væri það í mörgum tilfellum sama og að fella niður refsingar fyrir meiri háttar giæpi. Breyting í þessa átt er hvergi komin á á Norðurlöndunum og allsendis óvíst, að svo verði. Reynslutíminn er hér 2—5 ár eftir mati dómarans, eins og á hinum Norðurlöndunum, en nú er um það rætt þar að stytta hann og þó sérstaklega stytta eftirlitstímann, því að reynslutími og eftirlitstími sama brotamanns þarf engan veginn alltaf að vera jafnlangur. Því er haidið fram að 3—5 ár séu ískyggilega langur tími fyrir ungan mann að horfa fram á að vera undir eftirliti eða reynslu og sé hætt við, að svo langur tími dragi úr honum kjark og dug í lífsbaráttunni, í stað þess að styrkja hann í að halda sér frá lögbrotum. Ennfremur sé reynsla fengin fyrir því, að hættast sé við nýjum brotum á fyrsta hluta reynslu- eða eftirlitstímans. Telja því margir, að hafi brotamaður stað- izt skilorð eða eftirlitsreglur í 2 ár, eigi að láta það nægja og hafa tímann ekki lengri og jafnvel að hafa eftirlitstím- ann skemmri en reynslutímann, þannig að brotamaður sé laus við eftirlitið síðari hluta reynslutímans. Eitt atriðið, sem um er rætt í sambandi við fyrirhug- aðar lagabreytingar um skilorðsbundnu dómana, er, hvort heimila skuli, þegar efni þykja standa til, að skipta refs- ingunni þannig, að hluti hennar sé hafður skilorðsbundinn,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.