Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Blaðsíða 57

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Blaðsíða 57
Réttarlcifar. 183 urra skrifa eða skilmála, nema það sé beinlínis gert sér- eign. Flest hjónaefna eru snauð að kalla, en fjárhagur þeirra fer síðan eftir fjárgæzlu þeirra og heppni. Það, sem þau kunna að efnast eða fátækjast, kemur þá jafnt báðum til auðgunar eða efnarýrnunar. Engin skrá hefur verið gerð né verður gerð um hjúskapareign hvors um sig. Tökum algeng dæmi. Hjón setja bú, eru leiguliðar á sveitajörð. Þau eiga þá ígangsklæði sín og rúmföt. Svo eiga hvort um sig dálítið fé í sparisjóði. Þau taka við kúgildum með jarð- næðinu að fornum vana. Fyrir sparifé sitt kaupa þau sam- eiginlega 2 kýr, 3 hesta og nauðsynlegustu búsáhöld. Svo tekur bóndi lán í sparisjóði og kaupir fyrir það 20 ær. Þeim búnast svo vel, að eftir 10 ár hafa þau fest kaup á jörðinni og bæta hana svo, að nú framfleytir hún 8 kúm og 200 ám, auk nauðsynlegra hrossa. Bústofn þenna eiga þau nú skuld- laust. Til jarðabóta hafa þau fengið lögmæltan styrk úr ríkissjóði. Síðan auka þau stöðugt bústofn sinn og halda áfram að bæta jörðina, byggja upp hús hennar, afla nauð- synlegra búvéla o. s. frv. Allt þetta er gert með sameigin- legum dugnaði og ráðdeild. Og auðvitað er ekki einn stafur um það, hvað er fengið fyrir atbeina eða fé annars þeirra og hvað fyrir atbeina hins, enda er það ómögulegt. Hér verður aldrei nein hjúskapareign heldur venjuleg sameign hjónanna. I framkvæmd verður þetta svo, að bóndi fer með forræðið út á við, en konan sinnir bústjórn inn á við. Þegar þau skipta með sér búi eða skipt er eftir þau, þá verður engin spurning um skuldir eða eignir annars hvors þeirra, heldur samskuldir og sameign, alveg eins og var fyrir lög þessi. Sama máli gegnir um búrekstur hjóna í kaupstöðum og kauptúnum. Hjón byrja búskap með engum efnum öðrum en þeim, sem í innanstokksmunum og ígangsklæðum liggja. Innanstokksmunirnir eru oftast fengnir fyrir framlag beggja að einhverju leyti. Engin tala er á því höfð, 'hvað hvort leggur til, og því síður er nokkur skrá gerð yfir hjú- skapareign hvors um sig. Þau æxla fé úr örbyrgð. Eftir 10—20 ár hafa þeim fyrir tilverknað beggja vaxið svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.