Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Blaðsíða 17
Málskot til æöra stjórnvalds. 143 Hitt er aftur á móti meiri spurning, hver sé þýðing stjórnlegrar kæru, er hún hefur átt sér stað. Með því er ekki átt við það, til hverra málsúrslita kæran kann að leiða, heldur hitt, hver áhrif sjálft málskotið kunni að hafa á framkvæmd og bindandi gildi kærðrar ákvörðunar, meðan úrlausn æðra stjórnvalds er enn ókomin. Allt frá því, er kæra á sér stað og þar til úrskurður æðra stjórnvalds liggur fyrir, má segja, að frambúðargildi stjórnvalds ákvörðunar sé óvíst. Spurningin hér er því sú, hvort stjórnleg kæra hafi hliðstæðar verkanir og áfrýjun dómsathafna, en aðal- reglan er sú, svo sem kunnugt er, að áfrýjun frestar fram- kvæmd þeirrar dómsathafnar, sem skotið er til æðra dóms, sbr. NL. 1—22—56. Löggjöfin geymir enga almenna reglu um verkanir stjórnlegrar kæru að þessu leyti, enda varla við því að bú- ast, þar sem bein lagaákvæði um kæru ná enn svo skammt. Einstök lagaákvæði, sem veita heimild til kæru, geyma hins vegar stundum svar við þeirri spurningu, hver séu réttar- áhrif málskotsins. Verður þá auðvitað að fara eftir þeim, svo langt sem þau ná. 1 flestum tilvikum er atriði þetta hins vegar ólögákveðið. Hverjar verkanir hefur þá mál- skotið í þeim tilfellum? Þegar svara skal þeirri spurningu, koma ýmis sjónarmið til greina. Hafi málskotið ekki frest- andi verkun, má oft segja, að gagnslítið sé að kæra. Ef kærð ákvörðun er þegar framkvæmd, verður kæranda ekki fullt gagn að stjórnlegri kæru, enda þótt svo reynist, að hann hafi á réttu að standa. Á hinn bóginn er hætt við, að virk stjórnsýsla mundi bíða varanlegan hnekki, ef stjórn- leg kæra ætti almennt að hafa frestandi áhrif. Þrætuseggir kynnu að nota sér slíka reglu og skjóta málum til æðra stjórnvalds að ástæðulausu. Afleiðing þess yrði svo sóun á starfskröftum stjórnsýslumanna. Þannig má benda á ýmsar ástæður, er sumar mæla með því, en aðrar á móti, að máiskot stjórnvalds ákvörðunar til æðra stjórnarstigs fresti framkvæmd hennar. Af því er auðsætt, að efnisrök leiða hér ekki til sjálfsagðrar og algildrar niðurstöðu. Orða má, hvort ekki sé rétt að beita hér reglunum um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.