Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Blaðsíða 13
Málskot til ceðra, stjórnvalds.
139
um og hefur einnig í för með sér öryggisleysi fyrir ein-
staklingana. Vera má að þessar röksemdir þyki ekki við
eiga í öllum tilfellum. Þótt regla þessi sýnist heppilegri en
ótímabundinn kæruréttur, verður að viðurkenna, að hún
er nokkuð óákveðin og matskennd. Það er því einmitt eitt
af íhugunarefnum í sambandi við stjórnlega kæru, hvort
ekki sé ástæða til að setja almenn lagaákvæði um kæru-
fresti. Þessa skilyrðis stjórnlegrar kæru — að kærufrestur
sé ekki liðinn — sýnist æðra stjórnvald eiga að gæta ex
officio.
Kærufrestir skipta almennt engu um heimild manna til
að kref jast skaðabóta vegna ólögmætra stjórnvaldsathafna,
enda er málshöfðun fyrir dómi að jafnaði ekki bundin því
skilyrði, að aðili hafi reynt að fá leiðrétting mála sinna
með stjórnlegri kæru. Stundum er þó slík kæra skilyrði
fyrir því, að mál verði borið undir dómstóla, sbr. t. d.
stimpill nr. 75/1921, § 14.
V
1 sumum þeim réttarreglum, skráðum, er um kæru f jalla,
eru fyrirmæli um sakaraðild. Þeir aðilar, sem kærurétt
eiga, eru stundum taldir berum orðum í lagaboðunum, sbr.
t. d. 14. gr. stimpill. nr. 75/1921 (gjaldandi), 14. gr. 1.
46/1937, 3. málsgr. 12. gr. 1. 45/1940, 2. málsgr. 15. gr. 1.
77/1921 (tilkynnandi), 4. gr. 1. 61/1944 (lóðareigandi eða
lóðarleigjandi), 2. málsgr. 10. gr. 1. 57/1947 (lóðareigandi
og ióðarhafi) og 76. gr. 1. 80/1947 (hvor málsparta). Ekki
er ástæða til að rekja slík lagaboð frekar hér, en þau má
venjulega telja tæmandi, þannig að einungis þeir, sem þar
eru taldir, eiga rétt á að skjóta því máli til æðra stjórn-
valds. 1 öðrum lagaboðum er ekki kveðið skýrt á um þetta
efni, heldur sagt, að ákvörðun eða máli megi skjóta til
ákveðins stjórnvalds, eða önnur álíka orð höfð um mál-
skotsheimildina.1) Stundum er sagt, að „aðili" eða „sá er
1) Sbr. t. d. 76. gr. 1. 20/1923, 30. gr. 1. 12/1927, 8. gr. 1. 58/1941, 2.
málsgr. 26. gr. 1. 42/1926, 38. og 40. gr. 1. 6/1935, 42. gr. 1. 37/1948, 14.
gr. I. 22/1950, sbr. 4. gr. 1. 117/1950 og 'mörg fleiri.