Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Blaðsíða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Blaðsíða 39
SkilorSsbundnir refsidómar. 165 og áður, heldur hafa dómstólarnir valfrelsi í því efni frá 2 og upp í 5 ár frá uppkvaðningu fullnaðardóms. Er nú orðið mjög tíðkað að ákveða reynslutímann 2 ár eða 3, þegar sakborningur hefir ekki sýnt sig í endurteknum brotum fyrir uppkvaðningu skilorðsbundna dómsins eða neinni sérstakri afbrotahneigð. Þá er dómstólunum heim- ilað að setja „frekari skilmála" en þá, sem lög beinlínis ákveða, fyrir frestun og niðurfellingu refsingar. 1 þessu efni eru dómstólunum gefnar frjálsar hendur, en til þessa mun þessi heimild þó mjög lítið hafa verið notuð. Sem dæmi slíkra frekari skilmála mætti nefna greiðslu skaða- bóta til þess, sem misgert var við, dvöl á tilteknum stað, að undirgangast vissar læknisaðgerðir svo sem lækningar við drykkjufýsn, bann við neyslu áfengra drykkja o. s. frv. Frestun má vera því skilyrði bundin, að dómfelldi sé, meðan á reynslutíinanum stendur, háður eftirliti stofnunar eða einstaklings, sem til þess sé hæfur og taka vill eftir- litið að sér. Eigi er mér kunnugt um, að þetta ákvæði hafi verið notað enn sem komið er, enda er hér engin stofnun eða starfslið, sem slík störf séu ætluð. Hinsvegar er það allalgengt við veitingu reynslulausna frá úttekt refsinga, að svo sé fyrir lagt að fanginn skuli á reynslutímanum vera háður eftirliti tiltekins einstaklings. Veldur þar, eins og annarsstaðar, hver á heldur. Slíkt eftirlit kemur að góðu haldi, þar sem eftirlitsmaðurinn tekur starf sitt al- varlega og gerir sér far um að styðja skjólstæðing sinn með ráðum og dáð. Má það þá verða svo, að störf eftir- litsmannsins ráði úrslitum í lífi skjólstæðings hans til hins betra, og eru þess ýms dæmi. Standist dómfelldi skilorð þau, sem sett eru í dóminum, fellur refsingin niður, dómfelldi fær aftur að skilorðstíma liðnum kosningarrétt sinn og kjörgengi, hafi hann verið sviptur þeim með dómnum, og ítrekunaráhrif dómsins falla niður, nema í því undantekningarákvæði, sem talið er í 60. gr. hegningarlaganna. Fari hinsvegar svo, að dómfelldi verði á reynslutímanum sekur um refsivert brot og réttarrannsókn út af því hefj-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.