Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Side 39

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Side 39
SkilorSsbundnir refsidómar. 165 og áður, heldur hafa dómstólarnir valfrelsi í því efni frá 2 og upp í 5 ár frá uppkvaðningu fullnaðardóms. Er nú orðið mjög tíðkað að ákveða reynslutímann 2 ár eða 3, þegar sakborningur hefir ekki sýnt sig í endurteknum brotum fyrir uppkvaðningu skilorðsbundna dómsins eða neinni sérstakri afbrotahneigð. Þá er dómstólunum heim- ilað að setja „frekari skilmála" en þá, sem lög beinlínis ákveða, fyrir frestun og niðurfellingu refsingar. 1 þessu efni eru dómstólunum gefnar frjálsar hendur, en til þessa mun þessi heimild þó mjög lítið hafa verið notuð. Sem dæmi slíkra frekari skilmála mætti nefna greiðslu skaða- bóta til þess, sem misgert var við, dvöl á tilteknum stað, að undirgangast vissar læknisaðgerðir svo sem lækningar við drykkjufýsn, bann við neyslu áfengra drykkja o. s. frv. Frestun má vera því skilyrði bundin, að dómfelldi sé, meðan á reynslutíinanum stendur, háður eftirliti stofnunar eða einstaklings, sem til þess sé hæfur og taka vill eftir- litið að sér. Eigi er mér kunnugt um, að þetta ákvæði hafi verið notað enn sem komið er, enda er hér engin stofnun eða starfslið, sem slík störf séu ætluð. Hinsvegar er það allalgengt við veitingu reynslulausna frá úttekt refsinga, að svo sé fyrir lagt að fanginn skuli á reynslutímanum vera háður eftirliti tiltekins einstaklings. Veldur þar, eins og annarsstaðar, hver á heldur. Slíkt eftirlit kemur að góðu haldi, þar sem eftirlitsmaðurinn tekur starf sitt al- varlega og gerir sér far um að styðja skjólstæðing sinn með ráðum og dáð. Má það þá verða svo, að störf eftir- litsmannsins ráði úrslitum í lífi skjólstæðings hans til hins betra, og eru þess ýms dæmi. Standist dómfelldi skilorð þau, sem sett eru í dóminum, fellur refsingin niður, dómfelldi fær aftur að skilorðstíma liðnum kosningarrétt sinn og kjörgengi, hafi hann verið sviptur þeim með dómnum, og ítrekunaráhrif dómsins falla niður, nema í því undantekningarákvæði, sem talið er í 60. gr. hegningarlaganna. Fari hinsvegar svo, að dómfelldi verði á reynslutímanum sekur um refsivert brot og réttarrannsókn út af því hefj-

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.