Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Blaðsíða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Blaðsíða 29
Málslcot til œðra stjórnvalds. 155 XI Því mætti hreyfa, hvort almennri heimild til stjórn- legrar kæru sé ekki í raun og veru ofaukið hér á landi, þar sem menn alla jafna hafa heimild til að bera gerðir stjórn- valda undir almenna dómstóla, þ. e. hvort málskotsheim- ild til æðra stjórnvalds sé ekki óþörf samhliða þeim rétti. Þeirri spurningu er í rauninni svarað hér áður. Eins og þar er vikið að, er dómstólaleiðin oft seinfarin og kostnaðar- söm, og almenna dómstóla brestur heimild til að dæma um sum þeirra atriða, sem æðri stjórnvöld geta metið. Venju- leg dómstólaleið kemur því vart að fullum notum í þessum efnum. Þess vegna verður að svara áðurgreindri spurningu neitandi. I því felst í sjálfu sér ekkert vanmat á úrlausnar- valdi dómstóla. Sú heimild, sem menn almennt hafa til að bera lögmæti stjórnaraðgerða undir dómstóla, er tvímæla- laust ein af meginstoðum íslenzkrar réttarskipunar, sem fullkomið óvit væri að kippa í burtu. Hitt er annað mál, að hugsanlegt væri að gera hér breytingar, sem stuðluðu að því að gera úrlausnarvald dómstóla á þessu sviði raunhæf- ara en nú. Þótt slíkar breytingar væru gerðar, myndi stjórnlegri kæru þó ekki verða byggt út að fullu og öllu, enda væri slíkt varla æskilegt, m. a. vegna þess að starfs- getu dómstóla yrði sennilega ofboðið. En sjálfsagt er að viðurkenna það samband, er hlýtur að vera á milli virkrar dómgæzlu og þarfar á stjórnlegri kæru. Því virkari sem dómgæzlan er á sviði stjórnarfarsréttarins, því minni þörf er á málskotsrétti til æðra stjórnvalds. Um það skal ekki fjölyrt hér frekar. En niðurstaðan af þessum hugleiðing- um verður sú, að hvað sem almennri dómgæzlu líður, þá sé hvorki framkvæmanlegt né skynsamlegt að sleppa alveg því réttaratriði, sem nefnt er stjórnleg kæra. XII Eins og ljóst er af því, sem að framan greinir, skortir hér skráðar réttarreglur um ýmis atriði varðandi málskot til æðra stjórnvalds. Málsmeðferðin fyrir hinu æðra stjórn- arstigi, sem kært er til, er og yfirleitt alveg ólögákveðin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.