Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Blaðsíða 24
150
Tímarit lögfi-œSinga.
nefndar Reykjavíkur mun ekki tíðkast, að nefndin hækki
útsvör, sem eingöngu hafa verið kærð til lækkunar. Reglu
þá, sem fram kemur í útsvarslögunum, og áður getur,
verður að telja undantekningu frá almennu reglunni, sem
fyrr var lýst.
1 þessu sambandi getur þó e. t. v. komið til álita, hvort
kærandi hefur gefið rangar upplýsingar, sem kærð ákvörð-
un hefur upphaflega verið byggð á.
Sé kæra algerlega ólögákveðin, þ. e. hvorki skráð ákvæði
um kæruheimild eða kærufrest né um önnur atriði varð-
andi kæru, verður að ætla, að æðra stjórnvald hafi ekki
rýmri heimild til að breyta eða fella niður kærða ákvörðun,
en hið óæðra stjórnvald sjálft. Með öðrum orðum, ef
ákvörðunin er bindandi fyrir það stjórnvald, sem tók hana,
þá getur æðra stjórnvald ekki heldur breytt henni.
Sé kært innan kærufrests, sem til er tekinn í lögum,
verður aðstaða æðra stjórnvalds annars svipuð og áfrýj-
unardómstóls. Að sumu leyti hefur þó æðra stjórnvald
frjálsari hendur. Dómstólar geta að jafnaði aðeins dæmt
um það, hvort gerðir stjórnvalds séu lögum samkvæmar,
en eru oftast nær óbærir til að dæma um meðferð embættis-
eða sýslunarmanna á lögleyfðu valdi. Æðra stjórnvald
getur liins vegar yfirleitt tekið til athugunar og úrlausnar
bæði lagaatriði og matsatriði, sem kærð stjórnvalds ákvörð-
un byggist á, þ. e. a. s. getur jöfnum höndum metið það,
hvort stjórnvalds ákvörðun sé lögleg, hallkvæm eða sann-
gjörn. Vera má þó, að einstök lagaákvæði takmarki vald
æðra stjórnarstigsins að þessu leyti. Þegar ákvörðunum
héraðsstjórna er skotið til ráðherra, mun hann og venju-
lega aðeins eiga að skera úr því, hvort ákvörðunin sé lög-
leg. Víðtækari heimild honum til handa mundi brjóta í bág
við sjálfsforræði héraðanna. Þetta á auðvitað ekki við,
þegar samþykki ráðherra er skilyrði fyrir gildi ráðstöf-
unar sveitarstjórnar, sbr. t. d. 19. gr. tilsk. 20. apríl 1872.
Æðra stjórnarstig sem stjórnvalds ákvörðun er skotið
til, getur rannsakað þær staðreyndir, sem hún er sögð
byggð á, og getur vafalaust aflað sér þein-a upplýsinga,