Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Blaðsíða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Blaðsíða 45
Shilorösbundnir refsidómar. 171 lagi við síðara brotið, og þá meira við hans hæfi, sem kann að hafa tekið breytingum frá því fyrri dómurinn var kveð- inn upp. 1 ýmsum fylkjum Bandaríkjanna og í Svíþjóð leggur löggjafinn það í hendur dómstólanna að velja á milli þess- ara tveggja leiða. Sú mótbára hefir komið fram gegn þessu fyrirkomulagi, að dómstólar yrðu í óvissu um, hvora leið- ina skyldi fara, og að úrlausnir þeirra yrðu allmjög á reiki, en gert er þó ráð fyrir, að með tímanum mundu skapast nokkuð fastar reglur um þetta atriði, og sú mun reyndin hafa orðið í þessum löndum. Einkum er talið, að dómsfrestun yrði beitt við þá brotamenn, sem lítilvægustu brotin hefðu framið, og þá, sem svo væru andlega miður sín, að nærri liggi að ætla, að viðurlög við hugsanlegu broti þeirra á reynslutímanum yrðu ekki venjuleg refsing, heldur t. d. öryggisgæzla eða hælisvist. Á hinum Norður- löndunum er það talinn sjálfsagður hlutur, hvor leiðin sem farin er, að dómfelldi sé yfirleitt undir eftirliti á reynslutímanum. Nokkuð háværar raddir hafa verið uppi um enn eina leið við hlið dómsfrestunar og refsifrestunar, þ. e. a. s. að dæma einungis til eftirlits um tiltekinn tíma. Þetta mun hvergi hafa komizt á enn, en sérstaklega hefir mikið verið rætt um það í Svíþjóð, að koma þessu fyrirkomulagi á. Þar hafa þeir ýmiskonar hæli og stofnanir, sem þeir geta skipt brotamönnum niður í, eftir því sem þörf krefur, og er til þess ætlazt í umræðum um málið, að dómar til eftirlits eingöngu nái ekki til nema viss hluta af brota- mönnum, og þá umfram allt hinna ungu. Dómur til slíks eftirlits á algerlega að koma í veg fyrir, að refsingu (refsi- vist) verði beitt fyrir brotið, því að gert er ráð fyrir, að brot á eftirlitsreglum valdi því ekki, að refsing verði á lögð fyrir brotið sjálft, heldur að til einhverra tiltekinna ráðstafana verði gripið vegna sjálfs brotsins á eftirlits- reglunum, svo sem hælisvistar. Formælendur þessarar til- högunar telja, að skilorðsbundnir dómar, eins og við þekkj- um þá, eigi við, þegar um er að ræða brotamenn, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.